Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 75
ATHUGASEMDIR
Ríkarður þriðji (Richard III)
2.2.41. Hertogafrú: Hvað vill svo taumlaus vanstilling á svið?
Drottning: Leika smá-þátt úr harmsins vítahring.
Konungur vor, þitt barn, og bóndi minn,
er dáinn. Vaxa brum, efrótin brestur?
og bliknar ekki lauf, ef safann þrýtur?
Hér eru tvær síðari línurnar í frumtexta samkvæmt öllum útgáfum:
Why grow the branches when the root is gone?
Why wither not the leaves that want their sap?
Þarna virðist hljóta að vanta (,) eða (?) á eftir „Why'‘ í báðum línum, og
er hér þýtt samkvæmt því. (1975)
4.2.40. „Ég kannast við þann karl; þú sækir hann
undir eins.“
Ef til vill er orðunum „undir eins“, sem þarna standa sér í línu, ofaukið;
og kannski ætti þar fremur að standa t.d. strákur eða lagsi. Vegna texta
Arkarinnar (1623) er þessi staður helzt hafður á þessa leið í frummáli nú
á dögum:
K. Richard: I partly know the man; go, call him hither, boy.
(Page goes.)
Línan hefði venjulega lengd, ef „boy“ væri sleppt. Óstytt væri hún raunar
ekkert einsdæmi hjá Shakespeare sem hexajambi eða alexandrínsk lína,
þó að til undantekninga teldist. En í Örkinni stendur:
Rich.: Ipartly know the man; go call him hither,
Boy. Exit.
Þetta gæti bent til þess, að leiðrétt ffumrit hafi farið á undan Örkinni. Þar
hefði þá í upphafi staðið:
Rich.: Ipartly know the man; go call him hither.
Exit.
Þetta „Exif yrði þá, einsog á stendur, að eiga við konung, endaþótt því sé
vitaskuld ætlað að eiga við skjaldsveininn. Og slíkur galli var svosem
afsakanlegur. Til þess að bæta úr honum hefur þá verið skrifað fremst í
sömu línu „Boy“ (líklega vegna þess að konungur kallar skjaldsveininn
Boy). En m.a. vegna þess, að hlutverkið er annars nefnt Page, hefur orðið
TMM 1997:4
73