Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Side 77

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Side 77
ATHUGASEMDIR sumt bera því vitni, að Shakespeare hafi þekkt hina ensku Montaigne- þýðingu Florios áður en hún kom út, og megi jafnvel ráða það af orðavali á stöku stað. Þar sem um það er fjallað, að dauðinn kunni að þurrka út tilveru vora, og Montaigne segir: „si c’est un anéantissement de notre étre“, þýðir Florio: „if it be a consummation ofone’s being“; en í eintalinu segir Hamlet: „a consummation devoutly to be wished“. Bent er á, að hér noti Shakespeare orðið consummation, sem komi aðeins tvisvar fyrir í öllum verkum hans. En ef ætla má, að Shakespeare hafi haft þessa setningu Montaignes í huga, þegar hann samdi eintalið, og sótt þangað orðið consummation, þá er nokkur ástæða til að gefa um leið hornauga orðinu being, sem er sjálfur mergurinn í setningunni, og hefur þar sömu merk- ingu og hér er lögð í orðin to be. (Sjá ennff. 2.1. „and his being“. Hér má einnig minna á Of. 5.1.122-3.) Ef til vill færi bezt á því, að fýrstu 27 línur eintalsins („Að vera ... sem er hulin.“) stæðu innan gæsalappa; enda kæmi Hamlet inná sviðið með opna bók í höndum, og lokaði henni að töluðum þessum orðum, hvort sem hann nú læsi þau eða léti á annan hátt skiljast, að þau stæðu þar. Þetta fræga eintal hefur mörgum þótt á ýmsan hátt með ólíkindum, einkum á þessum stað í leiknum. Þó Hamlet hafi flogið í hug sjálfsmorð áður en vofan birtist honum (sjá 1.2.129-32), og slíkt kunni e.t.v. að hvarfla að honum síðar, mætti vænta þess hér, að hann sakaði sig um hik og seinlæti við annað fremur en að fyrirkoma sjálfum sér; enda kemur að því áður eintalinu lýkur. Þennan dag bíður hann þess í ofvæni, að leikurinn um morð Gonsagós taki af skarið um sekt konungs og sannleikann í orðum vofunnar. Og hví skyldi hann þá fullyrða einmitt nú, að enginn ferðalang- ur snúi aftur ffá hinu „ókannaða landi“? öll rök að því eru langsóttari en svo, að gera megi ráð fýrir þeim í leikriti. Sumir sérfróðir landar höfund- arins hafa kallað þetta yfirsjón hans eða hirðuleysi, og jafhvel getið þess til, að allt eintalið eigi heima í 1. þætti áður en Hamlet hittir vofuna. Eins hefur ýmsum þótt allt að því fráleitt að ætla prinsi, jafnvel Hamlet, allt þetta tal, sem helzt ætti heima í munni sligaðs þræls eða langkúgaðrar undirtyllu. Þeirra á meðal er Brandes, sem kallar það „næstum ómögu- legt“. Hinsvegar sýnir hann ffammá, að þarna sé Shakespeare sjálfur að grípa frammí fyrir fóstra sínum, því efnið er í aðalatriðum hið sama og í einni af sonnettum hans. (Sjá H.H.: Erlend Ijóðfrá liðnum tímum, 124.bls. „Ég þrái að deyja“, 66. sonnetta.) Enn má benda á það, að viðhorfið til sjálfsmorðs er hér annað en í 1.2., og er það að vísu harla mikilvægt atriði. I 1.2. er viðhorfið eingöngu trúarlegs eðlis, en hér er það eingöngu heimspekilegt. Sömuleiðis er afstaðan til þess lífs, sem frá skal horfið, TMM 1997:4 75
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.