Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Qupperneq 77
ATHUGASEMDIR
sumt bera því vitni, að Shakespeare hafi þekkt hina ensku Montaigne-
þýðingu Florios áður en hún kom út, og megi jafnvel ráða það af orðavali
á stöku stað. Þar sem um það er fjallað, að dauðinn kunni að þurrka út
tilveru vora, og Montaigne segir: „si c’est un anéantissement de notre étre“,
þýðir Florio: „if it be a consummation ofone’s being“; en í eintalinu segir
Hamlet: „a consummation devoutly to be wished“. Bent er á, að hér noti
Shakespeare orðið consummation, sem komi aðeins tvisvar fyrir í öllum
verkum hans. En ef ætla má, að Shakespeare hafi haft þessa setningu
Montaignes í huga, þegar hann samdi eintalið, og sótt þangað orðið
consummation, þá er nokkur ástæða til að gefa um leið hornauga orðinu
being, sem er sjálfur mergurinn í setningunni, og hefur þar sömu merk-
ingu og hér er lögð í orðin to be. (Sjá ennff. 2.1. „and his being“. Hér má
einnig minna á Of. 5.1.122-3.)
Ef til vill færi bezt á því, að fýrstu 27 línur eintalsins („Að vera ... sem
er hulin.“) stæðu innan gæsalappa; enda kæmi Hamlet inná sviðið með
opna bók í höndum, og lokaði henni að töluðum þessum orðum, hvort
sem hann nú læsi þau eða léti á annan hátt skiljast, að þau stæðu þar. Þetta
fræga eintal hefur mörgum þótt á ýmsan hátt með ólíkindum, einkum á
þessum stað í leiknum. Þó Hamlet hafi flogið í hug sjálfsmorð áður en
vofan birtist honum (sjá 1.2.129-32), og slíkt kunni e.t.v. að hvarfla að
honum síðar, mætti vænta þess hér, að hann sakaði sig um hik og seinlæti
við annað fremur en að fyrirkoma sjálfum sér; enda kemur að því áður
eintalinu lýkur. Þennan dag bíður hann þess í ofvæni, að leikurinn um
morð Gonsagós taki af skarið um sekt konungs og sannleikann í orðum
vofunnar. Og hví skyldi hann þá fullyrða einmitt nú, að enginn ferðalang-
ur snúi aftur ffá hinu „ókannaða landi“? öll rök að því eru langsóttari en
svo, að gera megi ráð fýrir þeim í leikriti. Sumir sérfróðir landar höfund-
arins hafa kallað þetta yfirsjón hans eða hirðuleysi, og jafhvel getið þess
til, að allt eintalið eigi heima í 1. þætti áður en Hamlet hittir vofuna. Eins
hefur ýmsum þótt allt að því fráleitt að ætla prinsi, jafnvel Hamlet, allt
þetta tal, sem helzt ætti heima í munni sligaðs þræls eða langkúgaðrar
undirtyllu. Þeirra á meðal er Brandes, sem kallar það „næstum ómögu-
legt“. Hinsvegar sýnir hann ffammá, að þarna sé Shakespeare sjálfur að
grípa frammí fyrir fóstra sínum, því efnið er í aðalatriðum hið sama og í
einni af sonnettum hans. (Sjá H.H.: Erlend Ijóðfrá liðnum tímum, 124.bls.
„Ég þrái að deyja“, 66. sonnetta.) Enn má benda á það, að viðhorfið til
sjálfsmorðs er hér annað en í 1.2., og er það að vísu harla mikilvægt atriði.
I 1.2. er viðhorfið eingöngu trúarlegs eðlis, en hér er það eingöngu
heimspekilegt. Sömuleiðis er afstaðan til þess lífs, sem frá skal horfið,
TMM 1997:4
75