Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Side 79

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Side 79
ATHUGASEMDIR sé því miður ekki enn meðal hinna dauðu. Á þessum skýringum eru augljósir agnúar. En vera kynni, að hér sé einungis um að ræða orðaleik með orðunum not og nought. Munur þeirra í framburði er aðeins lengd- armunur sérhljóðsins, svo að á leiksviði voru þau tilvalin til orðaleiks af þessu tagi. Hefði þá Hamlet látið það ráðast, hvort hann sagði: the king is not with the body (konungur er ekki hjá líkinu), eða: the kingis nought with the body (konungur er einskis virði hjá líkinu). Orðaleikurinn fengi svo stuðning af framhaldinu: „The king is a thing-... Ofnothing“. Hefur oft verið á það bent, að hér er farið í kringum Sálm, 144.4, sem í gamalli enskri þýðingu er þannig: „Man is like a thing of nought, his time passeth away like a shadow.“ í Guðbrandsbiblíu hljóðar versið svo: „Er maðurinn ekki álíka sem annar hégómi. Hans ævi í burt líðursvo sem annar skuggi.“ (1970) 4.5.39. „tár á . . . neitt“. í tveimur síðari ljóðlínum vísunnar er talið að frumtextinn víki skyndilega frá þeim bragarhætti sem annars er á vísum þessum. Allt erindið er þannig prentað: White his shroud as mountain snow Larded with sweet flowers; Which bewept to thegrave did not go With true-love showers. Er þar farið eftir fyrstu útgáfunum (Q2 og F), nema hvað í 1. línu hafa þær „os the mountain“, í 2. línu hefur F „Larded all with“, og í 3. línu hefur Q2 „ground“ fyrir „grave“. Margir útgefendur vilja fella niður orðið „nof í 3. línu, til að bæta kveðandina, og myndi þá merking línanna snúast við. En sé orðið „go“ (aftast í 3. línu) látið standa fremst í 4. línu, fellur allt í ljúfa löð; Which bewept to thegrave did not Go with true-love showers. Og í þýðingu þessari er gert ráð fyrir að svo eigi að vera. Orsök þessa rasks mun vera sú tilviljun, að orðið „go“ fremst í 4. línu rímar við „snow“ síðast í 1. línu, svo að skiptingin milli 3. og 4. línu var af þeim sökum gerð á eftir orðinu „go“, í stað þess að vera gerð á undan því. Hefur þá sem oftar verið farið eftir texta sem hripaður var án línuskila. En rím á 1. og 3. línu er í hvorugu erindanna á undan, svo víst er þarflaust að fara að gera ráð fýrir því hér. 4.5.123. „slíktguðdóms-virki... vilja sínumf Þetta er eitt veigamesta atriði leikritsins, að konungsvaldið býr við óhæfilega mikið öryggi og kemur það víðar fram í verkum Shakespeares, t.d. Makbeð (sjá þar 5.1.36), þótt með TMM 1997:4 77
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.