Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Qupperneq 79
ATHUGASEMDIR
sé því miður ekki enn meðal hinna dauðu. Á þessum skýringum eru
augljósir agnúar. En vera kynni, að hér sé einungis um að ræða orðaleik
með orðunum not og nought. Munur þeirra í framburði er aðeins lengd-
armunur sérhljóðsins, svo að á leiksviði voru þau tilvalin til orðaleiks af
þessu tagi. Hefði þá Hamlet látið það ráðast, hvort hann sagði: the king is
not with the body (konungur er ekki hjá líkinu), eða: the kingis nought with
the body (konungur er einskis virði hjá líkinu). Orðaleikurinn fengi svo
stuðning af framhaldinu: „The king is a thing-... Ofnothing“. Hefur oft
verið á það bent, að hér er farið í kringum Sálm, 144.4, sem í gamalli enskri
þýðingu er þannig: „Man is like a thing of nought, his time passeth away
like a shadow.“ í Guðbrandsbiblíu hljóðar versið svo: „Er maðurinn ekki
álíka sem annar hégómi. Hans ævi í burt líðursvo sem annar skuggi.“ (1970)
4.5.39. „tár á . . . neitt“. í tveimur síðari ljóðlínum vísunnar er talið að
frumtextinn víki skyndilega frá þeim bragarhætti sem annars er á vísum
þessum. Allt erindið er þannig prentað:
White his shroud as mountain snow
Larded with sweet flowers;
Which bewept to thegrave did not go
With true-love showers.
Er þar farið eftir fyrstu útgáfunum (Q2 og F), nema hvað í 1. línu hafa þær
„os the mountain“, í 2. línu hefur F „Larded all with“, og í 3. línu hefur Q2
„ground“ fyrir „grave“. Margir útgefendur vilja fella niður orðið „nof í 3.
línu, til að bæta kveðandina, og myndi þá merking línanna snúast við. En
sé orðið „go“ (aftast í 3. línu) látið standa fremst í 4. línu, fellur allt í ljúfa
löð;
Which bewept to thegrave did not
Go with true-love showers.
Og í þýðingu þessari er gert ráð fyrir að svo eigi að vera. Orsök þessa rasks
mun vera sú tilviljun, að orðið „go“ fremst í 4. línu rímar við „snow“ síðast
í 1. línu, svo að skiptingin milli 3. og 4. línu var af þeim sökum gerð á eftir
orðinu „go“, í stað þess að vera gerð á undan því. Hefur þá sem oftar verið
farið eftir texta sem hripaður var án línuskila. En rím á 1. og 3. línu er í
hvorugu erindanna á undan, svo víst er þarflaust að fara að gera ráð fýrir
því hér.
4.5.123. „slíktguðdóms-virki... vilja sínumf Þetta er eitt veigamesta atriði
leikritsins, að konungsvaldið býr við óhæfilega mikið öryggi og kemur það
víðar fram í verkum Shakespeares, t.d. Makbeð (sjá þar 5.1.36), þótt með
TMM 1997:4
77