Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 81

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 81
ATHUGASEMDIR kokkáls-hornunum, sem svo alræmd eru í Shakespeare-leikritum. En hver veit, nema strákur sé einmitt, með þeirri ósvííhi sem honum er lagin, að hafa orð á því, að dætur Lés séu ólíkari föður sínum en eðlilegt geti talizt. (1970) Makbeð (Macbeth) 2.2.8. „Hver erþar? - hvað, hó!“ Þetta hefur löngum þótt kynleg talgrein og verið túlkuð á ýmsa vegu af útgefendum og leikstjórum. I Örkinni (F) stendur hér: „Enter Macbeth./ Macbeth:Who’s .. . þ.e. Makbeð kemur. O.s.ff v. Samkvæmt því hefur Makbeð ýmist verið látinn koma inná sviðið og segja þessi orð við konu sína, endaþótt næsta talgrein hennar nái þá engri átt; eða hann hefúr sem snöggvast birzt ofansviðs og sagt þetta útí buskann, en síðan gengið inn aftur og haldið áff am, þar sem ff á var horfið, að drepa Dúnkan. Er þá lafði Makbeð látin eiga við þetta tiltæki bónda síns, þegar hún segir á eftir: „Varst þú að segja nokkuð?“ En hann er þá búinn að gleyma því, og neitar. Aðrir láta Makbeð segja þetta utansviðs, þ.e. inni á morðstaðnum eða á leið þaðan, og þá að sjálfsögðu stundar hátt. Er þá látið svo heita, að „Enter Macbeth“ í F merki að nú skuli Makbeð taka til máls, endaþótt það væri með eindæmum. Sökum þess hve fráleit þessi talgrein er af vörum Makbeðs, hvernig sem að er farið, hafa enn aðrir lagt hana í munn öðrum varðmanninum, svo kirfilega sem þeir höfðu þó verið svæfðir, og er þá ekki um það fengizt, þótt hann sé jafnharðan fallinn 1 sinn fyrri svefn, sem var á mörkum lífs og dauða. í þýðingu þessari er sá kostur tekinn, að Makbeð segi orðin utansviðs, ekki vegna þess að það þyki sennilegt, heldur vegna þess að flestir útgefendur reyna að láta sér það lynda. Vænsti kosturinn er hinsvegar sá, að hér tali Dúnkan. Með því móti verður hvert orð og atvik fullkomlega sennilegt og ffamvindan öll hin eðlilegasta. Dúnkan vaknar eða vakir þegar Makbeð kemur inn. Hann þekkir hann ekki í rökkrinu, og spyr hver þar fari. Þess er ekki að vænta að hann hrópi svo hátt, að allir hljóti að vakna, því sízt af öllu á hann sér ills von. Þó bregður honum, þegar hann kennir húsbóndann, en fær ekki ráðrúm til að átta sig til fúlls og hrópa á hjálp áður en Makbeð hefur þaggað niðrí honum. Áhorfendur kannast við rödd Dúnkans, og eykur það mjög á spennuna. Makbeð er á glóðum, að Dúnkan hafi náð að vekja þá sem sváfu í næsta herbergi, enda heyrir hann að þar rumskar einhver sem snöggvast. Þessvegna spyr hann konu sína á eftir, hvort hún hafi heyrt harkið. En hún gerir, einsog endranær, allt sem hún getur til að sefa hann, og kannast ekki við þetta. Og hún hnýtir að því með því að spyrja með TMM 1997:4 79
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.