Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Síða 81
ATHUGASEMDIR
kokkáls-hornunum, sem svo alræmd eru í Shakespeare-leikritum. En hver
veit, nema strákur sé einmitt, með þeirri ósvííhi sem honum er lagin, að
hafa orð á því, að dætur Lés séu ólíkari föður sínum en eðlilegt geti talizt.
(1970)
Makbeð (Macbeth)
2.2.8. „Hver erþar? - hvað, hó!“ Þetta hefur löngum þótt kynleg talgrein og
verið túlkuð á ýmsa vegu af útgefendum og leikstjórum. I Örkinni (F)
stendur hér: „Enter Macbeth./ Macbeth:Who’s .. . þ.e. Makbeð kemur.
O.s.ff v. Samkvæmt því hefur Makbeð ýmist verið látinn koma inná sviðið
og segja þessi orð við konu sína, endaþótt næsta talgrein hennar nái þá
engri átt; eða hann hefúr sem snöggvast birzt ofansviðs og sagt þetta útí
buskann, en síðan gengið inn aftur og haldið áff am, þar sem ff á var horfið,
að drepa Dúnkan. Er þá lafði Makbeð látin eiga við þetta tiltæki bónda
síns, þegar hún segir á eftir: „Varst þú að segja nokkuð?“ En hann er þá
búinn að gleyma því, og neitar. Aðrir láta Makbeð segja þetta utansviðs,
þ.e. inni á morðstaðnum eða á leið þaðan, og þá að sjálfsögðu stundar
hátt. Er þá látið svo heita, að „Enter Macbeth“ í F merki að nú skuli Makbeð
taka til máls, endaþótt það væri með eindæmum. Sökum þess hve fráleit
þessi talgrein er af vörum Makbeðs, hvernig sem að er farið, hafa enn aðrir
lagt hana í munn öðrum varðmanninum, svo kirfilega sem þeir höfðu þó
verið svæfðir, og er þá ekki um það fengizt, þótt hann sé jafnharðan fallinn
1 sinn fyrri svefn, sem var á mörkum lífs og dauða. í þýðingu þessari er
sá kostur tekinn, að Makbeð segi orðin utansviðs, ekki vegna þess að það
þyki sennilegt, heldur vegna þess að flestir útgefendur reyna að láta sér
það lynda. Vænsti kosturinn er hinsvegar sá, að hér tali Dúnkan. Með því
móti verður hvert orð og atvik fullkomlega sennilegt og ffamvindan öll
hin eðlilegasta. Dúnkan vaknar eða vakir þegar Makbeð kemur inn. Hann
þekkir hann ekki í rökkrinu, og spyr hver þar fari. Þess er ekki að vænta
að hann hrópi svo hátt, að allir hljóti að vakna, því sízt af öllu á hann sér
ills von. Þó bregður honum, þegar hann kennir húsbóndann, en fær ekki
ráðrúm til að átta sig til fúlls og hrópa á hjálp áður en Makbeð hefur
þaggað niðrí honum. Áhorfendur kannast við rödd Dúnkans, og eykur
það mjög á spennuna. Makbeð er á glóðum, að Dúnkan hafi náð að vekja
þá sem sváfu í næsta herbergi, enda heyrir hann að þar rumskar einhver
sem snöggvast. Þessvegna spyr hann konu sína á eftir, hvort hún hafi heyrt
harkið. En hún gerir, einsog endranær, allt sem hún getur til að sefa hann,
og kannast ekki við þetta. Og hún hnýtir að því með því að spyrja með
TMM 1997:4
79