Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Side 89

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Side 89
ATHUGASEMDIR - my griefs are double“. Ekki hafa þau orð þótt allskostar eðlileg. Sumir hafa jafnvel viljað skilja „double“ sem „villandi“. En skyldi ekki mega ætla, að prinsessan segist ekki átta sig á því, hvernig hún eigi í senn að „syrgja" (wailfriends lost) og „fagna“ (rejoice atfriends but newly found), þarsem hún þurfi nú að skilja við hina nýfundnu vini; en þessvegna eigi hún við tvennan harm að stríða. (1991) 5.2.820. „Kona mín? - Skegg, góð heilsa, og heiðvirð sál.“ í ffumútgáfu stendur: „My wife?A beard,fair health, and honesty“. Þessi lína hefur vafizt fyrir mönnum. Hversvegna segir Katrín „Kona mín?“ og hversvegna talar hún síðan um „þetta þrennt“? Þennan vanda hafa útgefendur á síðari tímum leyst með því að gera upphaf línunnar, „My wife?“, að orðum Dúmens, svo sem hann spyrji, hvort hann megi vænta þess, að hún verði kona sín. Auðvitað gæti það staðizt. Nær er þó að fylgja frumútgáfú, enda sé Katrín að svara spurningu Dúmens með því að spyrja hann háðslega á móti: „Viltu kannski verða konan mín?“ Þar á hún við að hann sé svo óþroskaður, að hann líkist fremur kvenmanni en karlmanni; enda heldur hún áfram: „Láttu þér fyrst vaxa skegg o.s.frv.... ég tek ekki mark á svona vangamjúkum biðlum (smooth-faced wooers); við getum athugað horf- urnar eftir eitt ár.“ Þetta væri ekki í eina skiptið, að Shakespeare líkti ungum mönnum og skegglausum við kvenfólk. Sjá Ys, 2.1.30-2. (1991) Kaupmaður í Feneyjum (The Merchant of Venice) 2.7.39. „þeir streyma úr öllum áttum heims, að kyssa /þessa örk, þennan dýrling dauðlegs holds.“ Hér stendur örk (þ.e. skrín) fyrir shrineí frumtexta.Ýmsir útgefendur kalla svo, að á þessum stað muni það orð merkja mynd dýrlings eða guðdóms, og sama máli gegni á þrem öðrum stöðum í verkum Shakespeares, þar sem það stendur líkt af sér. Ekki eru þó allir fræðimenn allskostar sammála, enda var þessi merking orðsins annars óþekkt og væri býsna langsótt. Eðlilegast virðist að gera ráð fyrir að orðið shrine „merki“ ekki beinlínis mynd, heldur standi það í merkingunni skrín sem „tákn“ fyrir líkama, þar sem guðdómlegt eðli sé „lukt“ í jarðneskt efni, eins og hinn helgi dómur er luktur í örk. Hinsvegar mun mynd dýrlingsins oft hafa verið mótuð í arkarlokið. Og siður pílagríma var að kyssa á helgiskrínið (hvort sem á því var mynd eða ekki). Hér er sjálfsagt um það að ræða, að komumenn kyssa Portsíu; enda var það venja á tíð höfundar, að konum var heilsað og þær kvaddar með kossi. (1975) 3.2.140. „þá mun ég vitja þess sem boðið er“. Þarna vilja ýmsir útgefendur láta Bassaníó kyssa Portsíu; en það nær engri átt vegna ffamhaldsins. Það TMM 1997:4 87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.