Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 95

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 95
Matthías Viðar Sæmundsson Litlu varð Vöggur feginn Ef læpuskaps ódyggðir eykjum með flæða út yfir haf vilja læðast þér að: með geigvænum logbröndum Heklu þær hræða hratt skalt þú aptur að snáfa af stað. Bjartii Thorarensen Af ritdómi Einars Más Jónssonar um íslenska bókmenntasögu III má ráða að undirritaður hafi slegist í för með Eggerti og Bjarna upp Heklufjall sumarið 1750 og ekki komist til byggða aftur, heldur álpast niður í pyttinn til fundar við Leirulækjar-Fúsa tuttugustu aldar, franska menningarheimspekinginn Michael Foucault, sem ekkert erindi mun eiga við nokkurn mann lengur, enda steindauður.1 Nú er ekki ólíklegt að Fúkki hafi endað á meðal drísildjöfla og óhreinna sálna, eftir líferni hans að dæma, og hugsa má sér hvumleiðari mannfélagsskap hinum megin, en þar sem mér er annt um orðspor Foucaults í bráð og lengd, þá hlýt ég að andmæla því að honum sé eignað skrif mitt um íslenska bókmenntasögu með óskammfeilnum hætti.2 Þá verður að ætlast til þess að maður sem ber stórmæli upp á annað fólk styðji mál sitt sæmilegum rökum, því kjaftaleg fullyrðingasemi er engu betri en belgmiklar alhæfingar. En fyrst þetta: Bókmenntasaga III byggist líkt og önnur sagnfræðirit á vali kenninga, sem í sumum tilvikum er stefnt til höfuðs viðteknum tilgátum um íslenska hugmynda- og bókmenntasögu. Hér er meðal annars reynt að skilgreina reynsluheim sem skáld og menntamenn átjándu og nítjándu aldar ólust upp við, samsömuðu sig við eða brutust undan, hver með sínum hætti, jafnframt því sem lýst er einstaklingslífi og samfélagsþróun þessara tíma eftir því sem rými gafst til. Framsetningin einskorðast því ekki við fagurfræði eða persónusögu, heldur byggist hún á þekkingarforða sem varð til við könnun fjölda birtra og óbirtra texta af ýmsu tagi, jafnframt því sem tekið var tillit tO rannsókna síðustu ára, en þær hafa leitt í ljós flóknari og fjölbreyttari bókmenntasköpun en áður þekktist eða var viðurkennd; átjánda öldin varð TMM 1997:4 93
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.