Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Blaðsíða 99
LITLU VARÐ VÖGGUR FEGINN
skiptu hleypidómar, hégómadýrð, þrákelkni og persónulegar illdeilur ekki
minna máli, í stuttu máli sagt, það rigndi í upplýsingarsólinni. Upplýsingar-
menn virðast hins vegar hafa blindast í herferðum sínum um skuggaheima
„fáfræðinnar“, dýramörsbirta þeirra átti að útrýma því sem í spónasvælunni
bjó, rökkurdimmu alþýðlegrar reynsluþekkingar, en „ef satt skal segja“, ritaði
Jón forseti (1860), „þá skildu þeir harðla lítið, sem von var, þeir vissu ekki
enn, heldur en Nikodemus, hvaðan vindurinn kom eða hvert hann fór. Til
hvers á þá að láta sér svo drembilega, eins og maður þykist vita allt og skilja
allt, og ekki vilja heyra annað nefht“7. Framsókn „upplýstrar skynsemi“
hérlendis mótaðist af „andskynsamlegum“ öflum, ef svo má að orði kveða,
áróðri, ritskoðun, valdbeitingu og hagsmunaátökum, enda er skynsemin
einungis ein aðferðafræði af mörgum, hefur verið skrifað, hvorki betri né
verri en aðrar sem ýmist eru góðar eða slæmar, heiðarlegar eða óheiðarlegar,
flóknar eða frumstæðar, mannúðlegar eða mannfjandsamlegar frá sjónar-
miði annarra hefða.8 Vísindabylting upplýsingarmanna náði auk þess ekki
nema til lítils hluta þjóðarinnar, eins og sjá má af átökum um skáldskap og
útgáfumál á seinni hluta nítjándu aldar (upplýsingaröld hinni seinni). Til-
gátan um annað tveggja, fullkomin umskipti myrkurs og ljóss, hjátrúar-
fáfræði og skynsamlegrar þekkingar, hefur samt sem áður smitað út frá sér
innan íslenskra fræða, enda gleymdist mörgum að upplýsingin var stefnu-
skrá en ekki eigind raunveruleikans. Við þurfum því ný hugtök til að lýsa
hugsunum hinna dauðu, nýtt málfar sem útilokar ekki ákveðnar spurningar
fýrir fram; einfaldar andstæður trúar og skynsemi, töfra og vísinda, dul-
hyggju og upplýsingar ná ekki utan um þekkingarheim sem var „samsett
kerfi ólíkra og jafnvel andstæðra trúarviðhorfa“, eins og Hjalti Hugason hefur
orðað það, „þar sem hugmyndir frá forkristnum tíma, kaþólsk miðaldavið-
horf og lútersk trúartúlkun hafa ofist saman í fjölþætt munstur“9; við
þurfum í þessu samhengi að tileinka okkur fræðilega hugsun sem kenna má
við róttæka fjölhyggju og er andstæð kerfishugsun Foucaults í Orðum og
hlutum. Bókmenntasaga III ber vitni um slíka viðleitni, en um Einar Má
gildir líkt og marga fleiri að ósmiðnum verður allt að úrkasti, þannig að rétt
er að reyna þolinmæði lesenda eftir því sem rými vinnst til, svo hver og einn
geti metið um hvað málið snýst. Með það í huga verður hér á eftir haldið
austur fýrir fjall líkt og í upphafi Bókmenntasögu III.
3
Með „þekkingargerðum“ er hvorki átt við ómeðvituð, alltumlykjandi þekk-
ingarkerfi, vísindaleg viðtök eða lögmálafléttur né meðvitaðar lífsskoðanir
og opinber trúaratriði, heldur er miðað við vitsmunaleg form sem tengdust
TMM 1997:4
97