Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Síða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Síða 101
LITLU VARÐ VÖGGUR FEGINN af Konungsskuggsjá, þar sem eðli þeirra er tengt dauðanáttúru jarðelds og hafísa. íslenskir goshverir eru samkvæmt þessu riti „að sumri náttúru sem eldur sá“, því þeir gera allt að steini sem vatnið fellur á. Þetta er skýrt með dulúðugum samhrifum: „Og þyki mér þau líkindi mest til draga, að vatnið mun dautt vera, að það dregur til dauðrar náttúru hvaðvetna það, sem það vætir með sínu ádrifi, því að steinninn hefir dauða náttúru“13. Hveravatnið bjó samkvæmt þessu yfir undarlegum áhrifakraff i sem ekki var hægt að skýra á náttúrulegan hátt, enda virðist hafa verið gert ráð fyrir andlegu eða djöfullegu eðli ákveðinna náttúrufýrirbæra;hafísinn við strendur landsins var fangelsi fordæmdra líkt og gígurinn í Heklu samkvæmt Konungsskugg- sjá. Þessar hugmyndir hafa lifað á meðal landsmanna um miðja átjándu öld ef marka má skrif Eggerts og Bjarna, en í áðurnefndri ferð gengu þeir á Heklufjall eins og frægt varð, en litið er á hana sem táknrænt upphaf íslenskrar upplýsingar í Bókmenntasögu III. Hekla hafði lengi verið upp- spretta furðusagna því sagt var að þar væri hyldýpishelvíti sem bergmálaði af harmagráti og kveinstöfum,auk þess sem hrafnar og gammar flygju umhverfis í kolsvörtum flokkum, enda átti fjallið að vera ókleift líkt og Snæfellsjökull. Eggert og Bjarni gengu á hólm við þessa trú með fjallgöngu sinni, landnámsriddarar þekkingar og vísinda, og komust þeir upp á tindinn um miðnætti hins 20. júní. Sáu þeir hvorki gjár, sjóðandi hveri, eld né reyk, heldur nýsnævi, jökla og stöðuvötn, enda var sumarnóttin björt sem dagur; og í fjarska sást einstakt, ferhyrnt fjall sem líktist „háreistri höll“, Herðubreið. Þeir snéru því til baka sigrihrósandi eftir að hafa merkt sér tindinn, en við fjallsrætur beið þeirra fylgdarmaður sem kennt hafði höfuðverkjar og ekki viljað halda lengra; en „við héldum“, rituðu Eggert og Bjarni síðar, „að hjátrú hans og ímyndun bannaði honum að nálgast hið skelfilega fjall“14. Hann hafði nú hjarnað við og undraðist mjög að þeir kæmu heilir af fjallinu. Hið sama gilti um biskupinn í Skálholti sem átaldi þá fyrir fífldirfsku sína, hryllingur eldfjallsins var í augum hans veruleiki sem ekki mátti brjóta eða vanvirða. Hekluferðin 1750 er í Bókmenntasögu III tákn um ákveðna sögugoðsögn: framsókn vísindalegrar skynsemi sem á að hafa rutt ömurlegum hugarsorta og hjátrúarfáfræði úr vegi á upplýsingaröld. Eggert og Bjarni eru samkvæmt henni vísindahetjur sem brutu landið undir manninn með því að skýra og nafngreina; það sem áður vakti undrun og óhugnað, hrylling fyrirboða, banns eða djöfulsskapar varð að vitsmunalegu efni sem greint var í anda nýrrar hlutlægni, gengið var út frá efnislegu náttúrukerfi, vísindaleg lýsing kom í stað þjóðsögulegrar túlkunar, teflt var fram nýjum orsakaskýringum, hlutlæg sundurliðun leysti óræð hvörf og samlíkingar af hólmi. Veruleikinn var að sjálfsögðu flóknari en þessi sögugoðsögn gefur til kynna, því umræða TMM 1997:4 99
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.