Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 104

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 104
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON er að ræða, því gengið út frá fjölbreytni, ósamkvæmni og mótsögnum í vitsmunalífi einstaklinga og söguskeiða. Hér er gert ráð fyrir að minnsta kosti þremur samtíða þekkingargerðum sem útiloka ekki hver aðra líkt og epistem Foucaults, auk þess sem þær eru að ákveðnu marki meðvitandi, þannig að samtímaleg umræða um forsendur þeirra er möguleg. Þessar gerðir eru auk þess raktar til tvenns konar hugsunarhátta (frumlægra reynslutengsla) sem flæktust með ýmsu móti saman, þótt upplýsingarmenn teldu sér trú um annað. Foucault gerði því hins vegar skóna (árið 1966) að vitsmunalíf hvers og eins lyti fastmótuðu reglukerfi er staðlar hugsun fólks um heiminn. Þá er dulhyggjuhugtakið notað um vætta- og fyrirboðatrú sem grundvallast hefur á samlífi manns og náttúru, enda er stundum heppilegra að nota hugtök töfra, goðvísi, þjóðtrúar eða samsemdar um slíka þekkingargerð. Bókmenntasaga III byggist á mannfræðilegum rannsóknum sem hafa fyrir löngu leitt í ljós að hugarfar manns eða hóps getur gerið dulúðugt eða vísindalegt eftir atvikum, að fólk getur lifað í ólíkum hugmynda- eða merk- ingarheimum í senn, hvort sem litið er til ffumstæðra þjóða, upplýsingar- manna átjándu aldar eða okkar sjálfra nú á dögum. Dulhyggja Kóperníkusar, Keplers og Newtons sýnir að hér er varla um afbrigði að ræða; margir hugsuðir geta rúmast í einum líkama, ef svo má að orði komast. Það gildir einnig um minni spámenn, til dæmis Ólaf Davíðsson rithöfund og þjóð- sagnasafnara sem ritaði í bréfi til föður síns árið 1884: „Það er undarlegt að vera mest interesséraður fyrir náttúrufræði og þjóðtrúarff æði. Maður skyldi þó halda, að þær ættu ekki miklum mun betur saman en Jehovah og Belsebubbur, en sú verður oft raunin á, að extrema se tangunt (andstæður mætast) og það undarleg í mannssálunni"17. Þá er nokkurn veginn víst, hvað sem furðu Þorsteins Vilhjálmssonar líður, að nútímaeðlisfræðingar eru jafn flæktir innan í sér og Kóperníkus, Kepler og ísak Newton, þótt ekki leggi þeir stund á stjörnuspádóma, hljómlist himintungla og gullgerðarlist. Það er varla einleikið hversu margir þeirra hafa hneigst til trúar og dulhyggju á seinni árum. 5 Fátt er eins vandmeðfarið og alhæfingar, segir Einar Már af þóttafullri spekt í ritdómi sínum. Því til sönnunar er vitnað í almennt inngangsyfirlit um sjálfsævisögur, þar sem höfundur leyfir sér að minnast á guðspjöllin eins og þær komi íslenskum bókmenntum við; hvað á svona bókmenntalegt rúllu- skautahlaup frá fornöld, um miðaldir og endurreisn til íslenskra eldklerka að þýða, spyr Einar Már í forundran, og hvað um Guibert af Nogent og Pétur minn Abelard sem báðir sömdu persónulegar sjálfsævisögur á fyrri hluta 102 TMM 1997:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.