Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Side 105

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Side 105
LITLU VARÐ VÖGGUR FEGINN tólftu aldar? Úr þessu verður mikið ritmoð hjá Einari, þvaðrað er um „alhœfingar úr smiðju Foucaults ogfélaga“ sem koma í veg fyrir að litið sé á „stundlegar stefnur og strauma í bókmenntum og menningarlíft, víxlverkanir þeirra og árekstraHverjar eru svo alhæfingarnar? 1) Að játningar heilags Ágústínusar og lífssaga heilags Antóníusar hafi ásamt píslarsögu guðspjall- anna mótað kristilega sjálfstúlkun fram á átjándu öld; 2) að þeim hafi fylgt aragrúi eftirlíkinga sem auðkennast af útþurrkun hins persónulega sjálfs; 3) að almenn skilyrði hafi skapast fyrir ritun persónulegra, veraldlegra sjálfsævisagna á endurreisnartímanum. Hér er ekkert fullyrt um getu mið- aldamanna og einstök afbrigði, raktar eru skoðanir fræðimanna og íslenskar skriftir tengdar við almennt, sögulegt bókmenntaferli. Ummæli Einars Más bera bæði vitni um undarlega glámskyggni, ólæsi eða þröngsýni, því ekkert er minnst á efnistök Bókmenntasögu III, enda ein- kennast þau af andstöðu við alhæfingar um upprunaferla og þróun, jafnt hvað varðar hugmyndir, sjálfsævisögur sem skáldsagnagerð. Þar er þvert á móti lögð mikil áhersla á „stundlega strauma“ frá einum áratug til annars, myndun ósamfellds samhengis, „víxlverkanir og árekstra“, sem Einar Már þykist kalla eftir. Horft er fram hjá frásögninni sjálfri, greiningu viðhorfa, tegunda og tímabila, en einblínt þess í stað á hin illu áhrif Foucaults heitins, enda er að honum vikið ókristilega oft, fjórum sinnum alls á 929 blaðsíðum. Vöggur varð sannarlega litlu feginn í þetta sinn. Hitt er annað mál að mörg vandamál eru enn óleyst, auk þess sem einstök hugtök þarfnast nánari skilgreiningar. Hver eru til dæmis tengsl goðvísi, lífsreynslu og erlendra áhrifa í ljóðlist nítjándu aldar, stendur hin gamla samþjappaða og tilfinningahlaðna heimsmynd okkur kannski nær en marg- ur hyggur? í Bókmenntasögu III er fjallað um þekkingarflækju sem setti mark sitt á skáldskap átjándu og nítjándu aldar, til dæmis Fjölnismanna, enda grefur hún undan hefðbundnum flokkunarhugtökum (lærdómur, upplýsing, rómantík, raunsæi); þau standast að mínum dómi hvorki fagur- fræðilega, sögulega né heimspekilega skoðun. Þá er reynt að endurskoða hefðbundinn söguskilning, svo sem fyrr getur, en samkvæmt honum áttu skörp skil sér stað á átjándu og nítjándu öld; það sem áður tilheyrði stað- reyndum varð að skáldlegu myndmáli eða því var útskúfað sem vitleysu og hjátrú. Spyrja má hvort þessi lýsing sé allskostar rétt; hættu landsmenn að hugsa heiminn í myndum á nítjándu öld, þegar forn goðvísi varð að bók- menntum, varpar ljóðagerðin kannski skýrara ljósi á ástand hugarfarsins en hlutlæg náttúrufræði, náði upplýsingin svokallaða í raun fram að ganga á þessu tímabili ? Við hljótum að spyrja okkur í þessu samhengi hvort hugurinn sé eins og veðurfarið íslenska, hvort dulúðug náttúrusýn hafi haldist lengur við hér en TMM 1997:4 103
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.