Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Blaðsíða 113

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Blaðsíða 113
LÍTIÐ SVAR VIÐ LÖNGU BRÉFI engu við skýrleika eða fegurð íslenskunnar, en ryður út myndrænu íslensku orðafari og er engum til góðs nema þeim málfarsfrjálshyggjumönnum sem þarna finna enn eitt dæmi um eðlilega þróun tungunnar. Ég hygg að hvorki Böðvar Guðmundsson né neinir aðrir þurfi að óttast að við sem erum að amast við dönskuslettum, og öðru því sem ég leyfi mér að kalla málspjöll, höfum nokkur áhrif á varðveislu tungunnar. íslensk þjóð er á síðustu árum á hraðferð í auðvaldsskipulagið, og í því þjóðskipulagi er ekki einkum áhugi á að almenningur tali og skrifi gott mál, heldur hvort allur almenningur sé góður markaður. Þeir sem nenna að hlusta á einkarekið útvarp og sjónvarp á íslandi, eða lesa glanstímaritin sem blómstra um þessar mundir, geta fljótlega komist að raun um hvort markmiðið það er sem meiri áhersla er lögð á í þessum fjölmiðlum. Og auðvitað á hver og einn það við sjálfan sig á hvora sveifina hann snýst. Ég veit ekki hvort Böðvar hefur sama sið og ég þegar hann kemur heim til fslands eftir langa dvöl í údöndum: að fá sér glas af köldu vatni. Séra Sigurður Pálsson, sem lengi var prestur í Hraungerði, sagði mér eitt sinn að hann gripi oft hómilíubókina gömlu og læsi smákafla. „Það er eins og að fá sér glas af góðu víni,“ sagði hann. Ég hef á undanförnum árum lesið fáeinar nýjar íslenskar skáldsögur, yfirleitt prýðisgóðar bókmenntir, að því einu undan- skildu að mér virðast höfundarnir ekki hafa náð nægilega góðum tökum á tungumálinu. Mér hefur ekki fundist það leika í höndunum á þeim, og of sjaldan sem maður rekst á setningu eða málsgrein sem manni finnst að gæti ekki verið betri. Og þá er líklega vissara að taka fram, áður en einhverjum dettur í hug að snúa út úr þessum orðum mínum, að vitanlega ætlast ég ekki til að sama listræna íslenskan sé lögð í munn öllum persónum sagnanna. Slangur getur líka verið galdratól, ef menn kunna að beita því. En eftir lestur sumra þessara bóka hef ég gripið í Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness og lesið mér til hugsvölunar og notið þess eins og kalda vatnsins á íslandi þegar ég hef komið heim frá útlöndum. En svo ég víki aftur að bréfi Böðvars og kryddinu: Sumar tegundir krydds eru þess eðlis að þær hafa óæskilegar verkanir í meltingarfærunum, einkum ef kryddið er notað í óhófi. Og þá kemur það sem í þessari gömlu gátu (í nýlegum búningi) segir og vel mætti hafa um síðustu málsgreinina í bréfi Böðvars: Aldrei verður yndi vífs þó undir nára glæðist; andríkur þó án sé lífs æpandi hann fæðist. Og hver er hann? TMM 1997:4 111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.