Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Side 17
DAGRENNING NORRÆNNAR SÖGU
þetta viðhorf er nú ráðandi í nútímasagnfr æði, eins og allir vita sem hafa far-
ið í víkingasafnið í Jórvík.13
Annað sem Sigurður Nordal ræðir er hið flókna samband eðlis og um-
hverfis og skipar hann sér í hóp „mótunarsinna“ nútímans enda snýst rit
hans gjörvallt um samband bókmennta og umhverfis þess, lista og menning-
ar. Þetta orðar hann svo: „eigi sagnfræðin um það tvennt að velja að skýra
einkenni og örlög þjóðarinnar af ætterni eða menningu, verður hún hiklaust
fremur að taka síðari kostinn." (79) Á þessum forsendum hafhar hann öllum
hugmyndum um að ættgöfgi landsmanna hafi haft áhrif á sögu þjóðarinnar
og tekur á þann hátt afstöðu gegn hvers konar kynþáttahyggju. Þó er stund-
um engu líkara en að umfjöllun hans um íslendinga sé mótuð af hugmynd
um óljóst þjóðareðli.
Á þessu sést hvílíkur styrkur Sigurði Nordal var af heimspekiþekkingu
sinni, á tíð þegar norrænuff æðingar voru almennt ekki heimspekimenntað-
ir. Á hinn bóginn þiggur hann stundum íhaldssöm viðhorf ffá öðrum vegna
skorts á gagnrýnni afstöðu í t.d. sagnfræði. Þetta kemur fram í umfjöllun
hans um Harald hárfagra Noregskonung. Hann afgreiðir hina gagnrýnu
stefnu Weibullbræðra og fylgismanna þeirra með því að „auðveldara [sé]
fyrir sögukönnuði nútímans að bera brigður á fornar heimildir en fá aðra ör-
uggari vitneskju í þeirra stað.“ (59) Hann telur líka „órengt: að Haraldur hafi
fyrstur orðið einvaldskonungur í Noregi ogþað hafi gerzt seint á 9. öld“ (59).
En það er nú einmitt meinið og nú hefur tilvist Haralds verið dregin mjög í
efa.14
Sigurður Nordal fjallar í einum kafla um þann þátt í lífssýn íslenska mið-
aldamannsins sem hann nefnir „drengskap" (186-199). Um þetta hugtak
fjallar hann rækilega og telur það óþýðanlegt, rétt eins og enska orðið
„gentleman". Og um leið rifjast upp fyrir nútímalesendum að konur eru
nánast með öllu fjarverandi úr þessari menningarsögu Sigurðar Nordals. í
bókinni er aðeins eitt kyn - íslendingurinn er karlkyns. Að því leyti er hún
barn síns tíma.
Sigurður Nordal spennti bogann hátt í íslenzkri menningu. Þegar ýmsar
hugmyndir í ritinu eru bornar saman við nútímaviðhorf er niðurstaðan sú
að sumar eru eins og þær hafi verið settar fram í gær, aðrar skírskota augljós-
lega til horfins tíðaranda. Þar með er ekki felldur áfellisdómur yfir ritinu.
Sigurður Nordal ætlaði sér ekki þá dul að setja saman verk sem yrði alltaf eins
og nýtt, til þess gerði hann sér of skýra grein fýrir samspili tíðaranda, um-
hverfis og lista. íslenzk menning er rit sem um sumt er enn í fullu gildi, að
öðru leyti ekki. En það heldur fullu gildi sem texti um samtímann, hluti af
bókmenntum 20. aldar.
Islenzk menning er góður texti, aldrei flatneskjulegur eða stirður heldur
TMM 2000:1
www.malogmenning.is
7