Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Qupperneq 28

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Qupperneq 28
KRISTJÁN B. JÓNASSON honum lausn að komast út úr hugsanagangi hans með lestri franskra bókmennta og nýrra rita um söguskoðun. Fyrir vikið verð ég að taka með í reikninginn að sú skoðun hans að beita beri „ímyndunaraflinu“„til þess að vekja upp svipi fornra alda“ (22) hafi haff umtalsverð áhrif á framsetninguna. Mikilvægi „ímyndunaraflsins” hefur í för með sér að „þekking" íslenzkrar menningarbyggist ffá upphafi á skáldlegri umsköpun og því kalli ritið sjálft á að vera lesið með þá túlkun í huga, ffemur en að vekja þá hugmynd að það sé hlutlægt heimildarit. Og Sigurður hvetur mig áff am í þessum lestrarhætti með því að segja í lok forspjalls síns: „Hversu langt mál sem hann [höfundurinn] ritar, verður það ekki annað en þáttur úr ævisögu hans sjálfs“ (55). Mér finnst þessi lokaorð storka mér því þau eru eins og smíðuð upp í mig. Skyldu þau vera gildra? í það minnsta eru þau mér hvatning til að skoða frásögn Sigurðar af landnáminu og lagasetningu, siðagrundvelli, skáldskap og hnignun íslenska þjóðveldisins sem sjálfsævisögu, en um leið grunar mig að þau séu mælsku- bragð, einskonar humilitas-núlií formálaritarans sem dregur úr mikilvægi bókar sinnar til að standa þvi stoltari að lokum með stórvirkið í höndum. Hvort tveggja er mögulegt en hvorugt breytir því að eftir sem áður er erfitt að nálgast íslenzka menningu nema með ótal fyrirvörum og spurningum því mér - og ég held mörgum samferðamönnum mínum líka - er farið líkt og Marteini Lúter andspænis Opinberunarbók Jóhannesar þegar hann skrifaði í formála Biblíuþýðingar sinnar: „Minn andi kann ekki við sig í þessari bók.“ En hvaða andi þá? Kannski einhver hrifningarandi. Minn gagnrýni andi kann svo sannarlega vel við sig á þessum slóðum og ef marka má mikið af því sem skrifað hefur verið um bókina sem og verk Sigurðar Nordals almennt síðustu áratugina er ég ekki einn um það. Stofnunin Sigurður Nordal er óskabarn gagnrýninnar, trampólínið sem hoppfólk mannvísindanna lætur sig gossa ofan á þegar það vill verja sínar póststrúktúralísku, femínísku, nýmarxísku, menningar-mannffæðilegu, nýsögulegu, eftirlendulegu, kynja- ffæðilegu, hinseginfræðilegu, þýðingafræðilegu, menningarfræðilegu, við- tökufræðilegu, ný-túlkunarfræðilegu og afbyggingarlegu sýn á textagervða tilveru. Sigurður hefur orðið holdtekja „bókmenntastofnunarinnar“ sem Helga Kress hefur kallað svo og mín skoðun er að hann hafi nú um nokkurt skeið þjónað sem tákngervingur fyrir hugmyndina um „Föðurinn“ eða „Lögin“ í íslenskum fræðum. Innkoma hans í íslenskt menningarlíf var á vissan hátt upphaf hinnar „symbólsku skipanar“,3 staðfesting hinnar af- mörkuðu sjálfsveru, upphaf tungumálsins, upphaf laganna og niðurnjörfun hins karllæga hugsunarháttar. En um leið verður tilraunin til að komast undan kúgun þessa föður og hans fallíska valdi til þess að kalla hana fram því fyrst verðum við að sviðsetja Ödipusardramað áður en við getum séð hvert við viljum stefna. Styrkur gagnrýninnar byggist á styrk þess sem gagnrýnt er, 18 www.malogmenning.is TMM 2000:1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.