Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Side 29

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Side 29
FÚLSAÐ VIÐ FLOTINU mikilleika föðurins og laganna, og verður aðeins skýrður í ljósi þeirra. Hlut- verk Sigurðar í samtímamenningunni er því í raun gríðarlega mikið og einhverjum gæti virst það í öfugu hlutfalli við vilja hinna gagnrýnu samtíma- ffæða til að yfirvinna táknkerfi hinnar symbólsku skipanar laganna og föð- urins. En út frá sjónarhóli fræðanna má með fullum rétti halda því fram að hlutverk Sigurðar hafi verið ósýnilegt þangað til staða hans sem táknræns Föður opinberaðist fyrir tilstilli þeirra sem gagnrýna. Um leið og staða hans færist frá óskoruðu sviði viðtekinnar þekkingar yfir á svið hinnar táknrænu sviðsetningar menningarlegs valds urðu til forsendur til að draga í efa hina ábúðarmiklu og svipsterku orðræðu sem Sigurður framleiddi í ritum eins og íslenzkri menningu. Þannig fetar samtímagagnrýnin díalektískan veg til fyllri skilnings á paradansi andstæðnanna. Og svo dæmi sé hér tekið til skýringar, sniðið eftir þekktum kafla úr Fyrirbœrafrceði andans eftir G.W.F. Hegel, þá verður hugtakið Herra ekki ljóst fyrr en það verður óaðskiljanlegt ffá hug- takinu Þræll sem líður fyrir yfirráð Herra síns, en veit um leið að Herrann væri ekki Herra nema vegna þess að hann á sér Þræl, og Þrællinn veit líka að Herrann veit það sama og hann og að Herrann þjáist af þeim sökum, því hann er ekki einn og stakur. Nú gerist það hins vegar að Þrællinn er uppi eftir að Herrann er látinn en uppgötvar að jafnvel þá hefur Herrann á honum tak sem skilgreinir að vísu Þrælinn sem Þræl, en sem skilgreinir Herrann ekki sem Herra nema á táknrænan og sviðsettan hátt. Samtímagagnrýnandinn á í þessu tilviki engan raunverulegan, hlutstæðan Herra, aðeins táknrænan Föður sem klæðir sig í hefðina og hina viðteknu þekkingu og gefur þar með ákveðinni samsafhaðri þekkingu nafh. Herrann er með öðrum orðum talinn búa yfir táknrænum verðmætum sem þó verða ekki skiljanleg í því ljósi nema vegna Þrælsins. Þrællinn býr að vissu leyti Herrann til í því skyni að setja sína eigin sjálfsvitund eða sjálfsveru í samhengi, skilja sig sjálfan í ljósi Herrans. Rödd Herrans heyrist því ekki - jafn kaldhæðnislegt og það er - nema í munni Þrælsins og búast má við að ýmsir sem telja sig hafa þekkt Herrann mjög vel á meðan hann lifði eða hafi kynnst honum betur en Þræll- inn í gegnum það sem hann lét eftir sig, telji það sem Þrællinn segir algerlega út í hött og ekki lýsa því sem hinn raunverulegi Herra ætlaði sér að segja. Þrællinn hefur hins vegar búið til táknræna mynd sem stendur sem slík og hefur miklu hlutverki að gegna. Annars vegar við að leiða fram þann bak- grunn sem ákveðinn hluti samtímagagnrýninnar gengur út frá í tilraun sinni til að gagnrýna án þess að útrýma eins og nánar verður komið að hér á eftir. Hins vegar til að skilgreina betur raunverulegan pólitískan veruleika sem ákveðnir hópar ætla sér ekki að horfa þegjandi á að verði að framtíðarskipan mála og vinna því að því að sjá skýrar hinar táknrænu jafnt sem hinar efnis- legu valdaformgerðir sem þeir hafa búið við í gegnum tíðina. Þetta á að sjálf- TMM 2000:1 www.malogmenning.is 19
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.