Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 37

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 37
ÞANKAR UM MÁLVERKAFALSANIR spyrja aðrir: „Hvaða áhrif hefur þetta mál haft á íslenska myndlist og list- markað? Halda menn ekki að sér höndum í kaupum á listaverkum? Þora menn nokkurn tíma aftur að kaupa málverk sögð vera eftir frumherja ís- lenskrar nútímalistar?“ Alvarlegustu spurningarnar hljóta að vera eitthvað á þessa leið: „Halda menn áfram að falsa? Eru enn margar falsanir í umferð? Getur þetta ekki gerst aftur?“ og „Er eitthvað gert til að fyrirbyggja aðra hol- skeflu falsana á markaðnum?" 1. Maðurinn með pípuna og stœkkunarglerið Það er ekki auðvelt að svara öllum þeim spurningum sem vakna eftir slíkar hremmingar, en áður en það verður reynt er vert að víkja eilítið að þætti mannsins sem lagði allt í sölurnar til að upplýsa málið og þoldi ekki við fyrr en hann var búinn að fletta ofan af svikunum. Það er Ólafur Ingi Jónsson, forvörður, en vegna starfa síns við hreinsun og varðveislu málverka af ýmsu tagi gat fölsunarfaraldur á borð við þann sem varð til að ákæruvaldið lét til skarar skríða ekki farið til lengdar framhjá vökulum augum hans. Þegar hann kærði loks athæfið til Rannsóknarlögreglu ríkisins, í mars 1997, var hann lengi búinn að hafa illan grun um málavöxtu án þess að geta komið fram með óyggjandi rök fyrir grunsemdum sínum. Hér kemur til óvenjutorsótt sönnunarbyrði sem stafar af því hve erfitt reynist að staðfesta tæknilega að verk sé falsað. Líkt og í kynferðislegum af- brotamálum verður helst að góma menn við verknaðinn ef sanna skal sekt þeirra með órækum hætti. Þetta gerir allar ásakanir svo fallvaltar, þó svo að menn séu vissir í sinni sök og telji sig sjá öll tormerki á því að ákveðið verk verði eignað ákveðnum höfundi. Ef ekki er hægt að sanna falsið með sýnatöku getur reynst erfitt að finna flöt á ákæruatriðum svo þau nýtist til ásökunar. Takist ekki að sanna né afsanna fals getur málið orðið allt hið vandræðalegasta fyrir alla aðila málsins. Það hættulega gerist að efa er sáð sem eyðilagt getur hvern þann listamann sem ekki er fær um að kveða upp úr um hið sanna í málinu. Það er því mun áhættuminna fyrir falsara að snúa sér að því að eyðileggja orðstír gengins höfundar en níðast á lifandi listamanni. Þó eru til mýmörg dæmi úti í hinum stóra heimi um falsanir á lifandi lista- mönnum. í þeim tilvikum skáka falsararnir í því skjólinu að langt getur verið frá einu landi til annars. Þannig komust forráðamenn Hermitage-safnsins í Sankti Pétursborg - sem þá hét Leningrad - ekki að því að safninu hafði áskotnast fölsuð teikning fyrr en franska listmálaranum Henri Matisse var boðið þangað. Hann kannaðist ekkert við eina teikninguna sína, enda reynd- ist hún vera eftir Elmyr de Hory, nafntogaðan ungverskan falasara um mið- bik aldarinnar. TMM 2000:1 www.malogmenning.is 27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.