Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 74
RÓBERT H. HARALDSSON
lærir að meta orðin útfrá eigin reynslu en ekki bara bókum, lögum eða trúar-
brögðum. Sú ákvörðun sem Nóra tekur í lokauppgjöri sínu við Helmer er
keimlík þeirri afdrifaríku ákvörðun sem René Descartes tók í skóla. Nóra
segir:
En ég get ekki lengur látið mér lynda flestra sögn og það sem í bókun-
um stendur. Ég verð sjálf að hugsa málin og reyna að skilja þau. (204)
Ég verð að standa ein ef ég á að öðlast skilning á sjálfri mér og um-
heiminum. Þess vegna get ég ekki verið hjá þér lengur. (203)
I Orðræðu um aðferð (1637) skrifar Descartes:
Ég lagði því bóknámið á hilluna, jafnskjótt og ég varð nógu gamall til
að losna undan yfirráðum kennara minna, og aff éð að leita ekki ff am-
ar eftir öðrum vísindum en þeim, sem ég fyndi í sjálfum mér eða í
hinni miklu bók heimsins.36
Með því að rísa upp gegn hefðar- og kennivaldi öðlast Nóra, líkt og Descartes
forðum, skýra og örugga vissu, sína eigin rödd. „Mér hefur aldrei fundist ég
jafhskýr í hugsun og örugg sem í nótt“ (205), segir hún við Helmer. Lokaorð
hennar bera þess líka öll merki.
í alvarlegri samræðu gera þátttakendurnir sér grein fýrir því hversu tvíræð
og hættuleg merkingarlítil orð geta verið. Óskir, langanir, ímyndanir, tilbúin
dæmi, getgátur og margs konar orð sem sögð eru í sakleysi búa off yfir mestri
merkingu þótt sá sem mæli orðin sé ekki höfundur þeirrar merkingar - vilji
a.m.k. ekki gangast meðvitað við henni. Alvarleg samræða hvílir á því að við-
urkenna að orð hafa merkingu óháð því hvað við viljum eða hugsum okkur
að þau merki. Orð eru félagslegt fyrirbæri. En alvarleg samræða byggist ekki
síður á því að viðurkenna að merking orða ræðst af stöðu þeirra innan setn-
inga, og merking setninga af stöðu þeirra í málsgreinum og merking máls-
greina af samhenginu sem þær eru sagðar í. Djúp gjá myndast á milli orða
einstaklingsins og veruleikans geri hann sér ekki grein fyrir því að merking
orða er í vissum skilningi alltaf ný og einstaklingsbundin. Ein og sér, óháð því
samhengi sem þau eru sögð í, merkja orðin ekkert. Einstaklingur sem neitar
að horfast í augu og gangast við þessari staðreynd framselur til annarra það
vald og þau forréttindi að gefa orðum sínum og lífi merkingu.37
64
www.malogmenning.is
TMM 2000:1