Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 86
BALDUR HAFSTAÐ
(240). Vilji karlmannsins sigrar- ogþó. í lok sögunnar er svo að sjá sem karl-
maðurinn iðrist gerða sinna. Hann hefur kynnst heiminum og konunum og
segir:
Og stæði jeg nú á brúninni, hjá íyrstu heitmey minni, með silfur-
hringinn hennar á hendinni, mundi jeg hugsa mig betur um áður en
jeg fleygði honum út á hylinn. (71)
Þannig verður sigur karlmannsins - og ósigur konunnar - ekki eins ótvíræð-
ur og í fyrstu kann að hafa virst.
í Barni náttúrunnar er enn síður hægt að tala um sigrandi mátt viljans. Á
það jafht við um Huldu og Randver. Því enda þótt Randver fái að hefja bú-
skap í sveitasælunni var það aðeins vegna þess að Hulda, náttúrubarnið,
gerði honum það kleift. Þar má því fremur segja að ástin sigri. Laxness heldur
sig þannig við „hið rómantíska ástarídeal“ sem Matthías Viðar segir Einar
Benediktsson gera upp við í smásögu sinni (238).
Nálægðin við náttúruna tengir þessi æskuverk hinna tveggja stórmenna í
bókmenntum okkar. í vissum skilningi er stúlkan í Valshreiðrinu persónu-
gerving hinnar stórbrotnu og duttlungafullu náttúru. Það sem dró unga
manninn á fund hennar var hrifning hans af vatnskliðnum, hömrunum,
fuglunum. Áður en það er sagt berum orðum lýsir hann tignarlegu umhverfi
heimahaganna og segir þá meðal annars:
Allt var stórskorið og þó gullfagurt í þessu mikla hamrahreiðri, og
þegar sólin skein og allir vindar voru hljóðir var eins og allt sem sást
og heyrðist væri gagntekið af fögnuði yfir því að vera til, og maður
fann kvika í hverri sinni taug, heita ættarást til náttúrunnar, bæði
þeirrar lifandi og þeirrar sem kölluð er dauð.
Það var þessi sívaxandi löngun mín, til að dvelja undir beru lopti
sem leiddi mig svo opt á fund þeirrar fyrstu stúlku, sem jeg hefi orðið
ástfanginn af. (55)
Er þessi stúlka kannski það barn náttúrunnar sem Laxness hreifst af og um-
skapaði? Rifjaðist upp fyrir nóbelsskáldinu „minnimáttarkennd ffá ung-
lingsárum" þegar hann í ellinni tók að raða saman minningabrotum frá
löngu liðnum tíma?
II. Kamban í klettum
En hér er á fleira að líta. Árið 1912 mun Guðmundur Kamban hafa skrifað
leikritið Höddu Pöddu. Það var gefið út í Reykjavík og Kaupmannahöfh
tveimur árum síðar og jafnframt frumsýnt í Kaupmannahöfn og skömmu
76
www.malogmenning.is
TMM 2000:1