Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 86

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 86
BALDUR HAFSTAÐ (240). Vilji karlmannsins sigrar- ogþó. í lok sögunnar er svo að sjá sem karl- maðurinn iðrist gerða sinna. Hann hefur kynnst heiminum og konunum og segir: Og stæði jeg nú á brúninni, hjá íyrstu heitmey minni, með silfur- hringinn hennar á hendinni, mundi jeg hugsa mig betur um áður en jeg fleygði honum út á hylinn. (71) Þannig verður sigur karlmannsins - og ósigur konunnar - ekki eins ótvíræð- ur og í fyrstu kann að hafa virst. í Barni náttúrunnar er enn síður hægt að tala um sigrandi mátt viljans. Á það jafht við um Huldu og Randver. Því enda þótt Randver fái að hefja bú- skap í sveitasælunni var það aðeins vegna þess að Hulda, náttúrubarnið, gerði honum það kleift. Þar má því fremur segja að ástin sigri. Laxness heldur sig þannig við „hið rómantíska ástarídeal“ sem Matthías Viðar segir Einar Benediktsson gera upp við í smásögu sinni (238). Nálægðin við náttúruna tengir þessi æskuverk hinna tveggja stórmenna í bókmenntum okkar. í vissum skilningi er stúlkan í Valshreiðrinu persónu- gerving hinnar stórbrotnu og duttlungafullu náttúru. Það sem dró unga manninn á fund hennar var hrifning hans af vatnskliðnum, hömrunum, fuglunum. Áður en það er sagt berum orðum lýsir hann tignarlegu umhverfi heimahaganna og segir þá meðal annars: Allt var stórskorið og þó gullfagurt í þessu mikla hamrahreiðri, og þegar sólin skein og allir vindar voru hljóðir var eins og allt sem sást og heyrðist væri gagntekið af fögnuði yfir því að vera til, og maður fann kvika í hverri sinni taug, heita ættarást til náttúrunnar, bæði þeirrar lifandi og þeirrar sem kölluð er dauð. Það var þessi sívaxandi löngun mín, til að dvelja undir beru lopti sem leiddi mig svo opt á fund þeirrar fyrstu stúlku, sem jeg hefi orðið ástfanginn af. (55) Er þessi stúlka kannski það barn náttúrunnar sem Laxness hreifst af og um- skapaði? Rifjaðist upp fyrir nóbelsskáldinu „minnimáttarkennd ffá ung- lingsárum" þegar hann í ellinni tók að raða saman minningabrotum frá löngu liðnum tíma? II. Kamban í klettum En hér er á fleira að líta. Árið 1912 mun Guðmundur Kamban hafa skrifað leikritið Höddu Pöddu. Það var gefið út í Reykjavík og Kaupmannahöfh tveimur árum síðar og jafnframt frumsýnt í Kaupmannahöfn og skömmu 76 www.malogmenning.is TMM 2000:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.