Allt um íþróttir - 01.10.1953, Síða 3
ALLT UM í Þ
TÍMARIT UM INNLENDAR
RITSTJÖRAR:
Hannes SigurSsson, Ragnar Ingólísson
og Haraldur Gíslason
VlKINGSPRENT
R Ó T T I R
OG ERLENDAR iÞRÓTTIR
UTANÁSKRIFT:
TÍMARITIÐ ÍÞRÓTTIR
GarSasirœti 17 . Reykjavík
Pósthólf 263 . Sími 2864
3.-4. HEFTI SEPTEMBER—OKTÓBER IV. ÁRG.
Á undanförnum árum hefur
mörgum manninum orðið tíð-
rætt um skipulagningu hinnar
frjálsu íþróttastarfsemi hér á
landi, og ber flestum saman um,
að þar sé víða pottur brotinn.
Iþróttahreyfingin er í stöðugum
vexti og eins og að h'kum lætur
vex umfang starfanna innan
hreyfingarinnar að sama skapi.
Víst getum við glaðzt yfir því,
að íþróttamenn okkar hafa náð
góðum árangri á undanförnum
árum og yfirleitt sýnt vaxandi
framför. En hefur skipulag
hreyfingarinnar sýnt sams kon-
ar framfarir? Þeirri spurningu
skal hiklaust svarað neitandi.
Allt, sem hægt er að nefna skipu-
lag og hugsun fram í iþnann,
hefur farið mjög miður yfir
heildina tekið, svo við minn-
"nist nú ekki á gleymsku og
glappaskot ýmissa sérsambanda.
Segja má, að nokkurn veginn
sé sama, hvar niður sé borið og
dæmi tekin þessu til frekari stað-
festingar, en einna gleggstu
dæmin er að sækja til skipulagn-
ingar hverskonar kappmóta og
leikja. Einnig má benda á hina
óstarfhæfu héraðsdómstóla víða
um land, sem hvergi nærri starfa
eins og lög gera ráð fyrir. Skulu
þessi tvö ábentu atriði látin
nægja, án þess að farið sé út í
smáatriði.
Hér er ekki ætlunin að fara
að skammast eða stofna til rit-
deilna um þessi mál almennt.
með því væri ekkert unnið. Á
mál þessi viljum við aðeins
drepa hér, ef vera kynni til þess
að vekja forystumenn hreyfing-
arinnar til umhugsunar um, að
við svo búið má ekki sitja. Tak-
markið skal ætíð vera „að ganga
til góðs götuná fram eftir veg“.
Það,er takmark, sem hverjum og
einum forystumanni innan
í])róttasamtakanna á að vera
Framhald á 8. síðu.
íÞróttir
i