Allt um íþróttir - 01.10.1953, Page 10

Allt um íþróttir - 01.10.1953, Page 10
37. mín.: Norðmönnum mis- tekst hornspyrna. 38. mín.: Helgi ver skot frá Kjell Kristiansen. 40. mín.: Gunnar Thoresen spyrnir yfir þverslá. 41. mín.: Upphlaup af Islend- inga hálfu. Gunnar gefur knött- inn fyrir til Þórðar, sem skallar yfir þverslá. 42. mín.: Helgi ver skot frá Ivjell Kristiansen. 43. mín.: Gunnar Dybwad spyrnir af ca. 10 metra færi, en Helgi ver prýðilega. 44. mín.: Ríkharður kemst inn fyrir vörn Norðmanna, en spyrn- ir yfir þverslá. 45. mín.: Gunnar Dybwad spyrnir fram hjá marki. Leiknum lauk því með sigri Norðmanna, 3:1. Þeessir leikir eru lærdómsríkir fyrir Islendinga að mörgu leyti: 1. Lansleikir á erlendri grund eiga ekki að fara fram fyrr en í fyrsta lagi í september. 2. Það verður að vinna að því að koma upp grasvöllum og að öll íslenzk knattspyrna fari fram á grasvöllum, þá fyrst er hægt að' gera kröfur til íslenzkra kriattspyrnu- manna. Að lokum þetta: íslenzka landsliðið stóð sig vel, miðað við allar aðstæður. Framhald af 1. síðu liugstætt, þá er hann tekur að sér ábyrgðarstörf. Forystumenn þessara mála verða að gera sér ljóst, að við erum víða langt á eftir frænd- þjóðum okkar á Norðurlöndum, en einmitt þangað getum við sótt óteljandi fyrinnyndir og lagað þær eftir okkar eigin þörf- um. Framkvæmd og skipulagn- ingu hinnar frjálsu íþróttastarf- semi í landinu verður að gera þannig úr garði, að hún fullnægi kröfum tímans og beri jafnframt vott um, að hér á landi býr fram- sækin íþrótta- og menningar- þjóð, en ekki hálfvolgir og 'sof- and meðalmenn, sem láta allt skeika að sköpuðu. 8 í Þ R'Ó T T IR

x

Allt um íþróttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.