Allt um íþróttir - 01.10.1953, Page 16
arhraða innan við tvítugsaldur,
var þó auðvitað staðráðinn í að
vinna allt eða ekkert.
Hvernig átti Botvinnik að
tefla ? Átti hann að beita hæg-
fara hernaðaraðferð og treysta á
meiri reynslu og sterkari taugar ?
Átti' hann að seilast eftir frucn-
kvæðinu þegar í stað ? Ákvörðun
hans varð sú að leiða andstæðing
sinn út á hálar brautir. Hann
hafði svart og tefldi vörn, sem
var nógu slæm til að framkalla
öfluga árás hvíts og samt nógu
góð til að standast slíka árás.
Með þetta viöhorf í baksýn birt-
ist okkur eftirfarandi skák, sem
er ef til vill harðvítugasta skák,
sern tefld hefur verið. Sú óná-
kvæmni, sem gætir í henni, gef-
ur til kynna hinn miskunnarlausa
hernað á bóða bóga.
Skákskýrendum hefur að sjálf-
sögðu borizt hér í hendur erfitt
viðfangsefni. Allir hafa séð þar
eitthvað merkilegt, en enginn hef-
ur þó náð tökum á skákinni sem
heild. 1 meðfylgjandi athuga-
semdum hefur verið gerð tilraun
til að safna saman í eina heild
öllum kunnum skýringuari við
þessa miklu skák. Stuttar, en
gagnorðar skýringar Botvinniks
sjálfs hafa þar reynzt ómetanleg-
ar. Sumir stórmeistarar eru jafn
litlir hugsuðir, eins og þeir eru
miklir skákmenn. Þeir rausa mik-
ið um kombínasjónir, sem ekki
stóðust og reyna að fá menn til
að trúa, að þeir hafi tekið allt
slíkt með í reikninginn. Aðrir
bera blak af yfirsjónum sínum og
reyna að fegra þær á allan hátt.
En Botvinnik er laus við þessa
leiðinlegu lesti. Hann viðurkenn-
ir fúslega yfirsjónir sínar og gagn-
rýnir taflmennsku sína af frá-
bærri hlutlægni. Þetta varpar síð-
ur en svo nokkurri rýrð á hann.
Mikilleiki er aðdáunarverðari,
þegar hann fyrirfinnst hjá venju-
legum, skeikulum manni heldur
en dulrænu ofurmenni. Botvinn-
ik lætur ekki blekkjast, og mikil-
vægast er, að hann forðast sjálfs-
blekkingu.
Hvítt Svart
V. Smyslov M. Botvinnik
1. e2—e4 e7—e6
2. d2—d4 d7—d5
3. Rbl—c3 Bf8—b4
Smyslov hefur tröllatrú á e4
sem fyrsta leik og hefur stundum
látið óvirðuleg orð falla um
traustleika frönsku varnarinnar.
Botvinnik tekur áskoruninni.
4. e4—e5 c7—c5
5. a2—a3 Bb4xc3f
6. b2xc3 Rg8—e7
Hvítur verður nú að taka mjög
mikilvæga ákvörðun. Á hann að
beita drottningarbiskup sínum á
kóngsvæng eða koma honum til
a3 ? Hvort tveggjja er aðlaðandi,
14
ÍÞRÓTTIR