Allt um íþróttir - 01.10.1953, Side 28

Allt um íþróttir - 01.10.1953, Side 28
Hcmdknattleiksmót íslands Handknattleiksmeistaramót íslands, utanlníss, í kven- og karlaflokki var að' þessu sinni liáð í Reykjavík og stóð yfir frá 29. ágúst til 10. september. Mót- inu var valinn staður á hinu nýja íþróttasvæði Ivnattspyrnu- félags Reykjavíkur í Kaplaskjóli og höfðu þar verið útbúnir tveir leikvellir, annar af stærðinni 20X40 metrar fyrir kvenflokk- ana, en hinn 25X50 metrar fyrir karlaflokkana og mun það vera í fyrsta sinn sem keppt er á svo stórum handknattleiksvelli hér- lendis. Keppnin í báðum flokkunum liófst samtímis laugard. 29. ág. s.l. og verður hér rakinn gangur mótsins í stórum dráttum. I kvenflokki tóku þátt fjórir flokkar frá eftirgreindum aðil- um: Iþróttabandalagi ísafjarðar, Knattspyrnufél. Fram, Knatt- spyrnufélagi Reykjavíkur og Knattspyrnufélaginu Tý í Vest- mannaeyjum. Keppni kven- fólksins var að þessu sinni ekki eins skemmtileg og oft áður á útimótum. Það var í öllum leikj- unum meira og minna áberandi, að kappið og keppnisgleðin fór ekki saman yfir heildina tekið, enda þótt þrír flokkarnir væru ákaflega jafnir að styrkleika og því full ástæða fyrir hvern ein- stakling að gera sitt bezta. Hér verð ég þó að undanskilja flokk íþróttabandalags ísfirðinga, sem í öllum sínum leikjum var þrung- inn leikgleði og dugnaði, enda fór keppnin svo, að' flokkur þeirra sigraði, og kom þar með skemmtilega á óvart, þar sem almennt var búizt við því, að baráttan um sigurinn stæði milli Týs og Fram. Skemmtilegasti leikurinn var milli utanbæjarlið- anna ÍBÍ og Týs og virtist leik- urinn þróast þannig í byrjun, að Týr myndi ganga með sigur af hólmi, en er líða tók á síðari hálfleik kom í ljós, að ísfirðing- amir höfðu betra úthald, þó aldrei næð'u þær hreinum yfir- tökum í leiknum og er um það bil ein mínúta var eftir af leikn- •um höfðu ísfirðingarnir 4—3, en á síðustu stundu tókst Tý að jafna metin og verður ekki ann- að sagt, en úrslitin hafi verið réttlát. 26 íþróttib

x

Allt um íþróttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.