Allt um íþróttir - 01.10.1953, Síða 33

Allt um íþróttir - 01.10.1953, Síða 33
fyrir reynir á félagsanda dg þroska samherjanna. Taka þeir óhappinu íþróttamannslega eða ásaka þeir syndarann? Báðir möguleikarnir eru ætíð fyrir hendi og ég fann það bezt, sem nýliði í landsliðinu, hve mikils virði heilbrigður félagsandi er á örlagastund. Minnistæðustu kappleikir, sem ég hef tekið þátt í eru fyrst og fremst landsleikirnir í sumar, fyrsti leikur minn í Islandsmót- inu 1950, en þá lék ég með Ak- urnesingum móti Fram og end- aði sá leikur 0—0. Ennfremur leikur Vals og Váleringen á Bisletleikvanginum árið 1950, en þeirri viðureign töpuðum við með' 3—2 eftir mjög jafnan og skemmtilegan leik. Mig langar að endingu til þess að minnast örlítið á landsleik- ina, sem íslenzka landsliðið háði á erlendri grund í sumar. Mér finnst tapið 4—0 á móti Dönum of mikið og ekki gefa til kynna raunverulega getu okkar í leikn- um. Að vísu áttu Danir allan seinni hálfleikinn, en við aftur meira í þeim fyrri, og álít ég, að 4—2 hefðu verið nokkuð' rétt- mæt úrslit. A móti Norðmönn- um var það öfugt. Við áttum frekar lítið í fyrri hálfleiknum, þó okkur tækist reyndar að skora eitt mark, en í síðari hálf- leik sýndum við mun betri leik, og svona eftir á hugsað finnst mér úrslitin 3—1 vera nokkuð sanngjörn eftir gangi leiksins. Það hafa margir spurt mig þess upp á síðkastið, hvort ég hefði í hyggju að flytja burt úr bænum áð afjoknu námi og hef- ur Akranes að sjálfsögðu verið nefnt í því sambandi. Um þetta lief ég ekkerl liugsað enn sem komið er, enda á ég eftir eitt ár við nám mitt hér í Reykjavík, og því ekki tímabært að hugsa sér til hreyfings að svo komnu máli. Afrek Walter Davis viðurkennt í ágústheftinu flutti ritið þá fregn, að afrek Walter Davis í hástöklci, 2.12 metrar, yrði ekki viðurkennt sem heimsmet, vegna þess að stökkráin hefði við at- hugun sýnt lægri hæð á einum stað. Við höfðum þessa frétt eft- ir sænska íþróttablaðinu, sem nú ÍÞRÓTTIR hefur nýlega orðið að bera þessa fregn til baka, sem á misskiln- ingi byggða. Við germn hér með hið sania og biðjum lesendur af- sökunar. Met Davis mun á sín- um tíma hljóta staðfestingu al- þj óða f rj álsíþróttasambandsins og verður nákvæmlega 2.12 m. 31

x

Allt um íþróttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.