Allt um íþróttir - 01.10.1953, Side 42

Allt um íþróttir - 01.10.1953, Side 42
því að dæma. Ég vona, að það sé góðs viti eins og oft hefur komið fyrir í sumar, að dómarar hafa komið til mín og beðið um að fá að daeraa leiki. Þegar fé- lagið hefur fengið marga slíka menn, þá er þeirri hlið knatt- spyrnumálanna borgið. Var ekki haldið námskeið í vor fyrir héraðsdómara? — Við skrifuðum KRR í vor og tilkynntum, að við ætluðum að gangast fyrir námskeiði. IvRR skrifáði svo félögunum og ósk- aði þess að þau sendu nemendur á námskeiðið. Þegar umsóknar- fresturinn var útrunninn hafði enginn gefið sig fram til þátt- töku. Ég álít að þarna hafi sof- andaháttur félaganna gagnvart Knattspyrnudómarafél. komið einna skýrast í Ijós. Félögin heimta dómara og línuverði, en þegar þau eru beðin um dómara- efni þá fáum við ef ti! vill enga nemendur frá þeim. Það er staðreynd, að'knattspyrnan get- ur staðið og fallið, eftir því hvernig starf dómara er innt af hendi. Þess vegna mega félögin ekki láta þessa h]ið málsins fljóta sofandi að feigðarósi, en sjá um að dómarafélagið hafi alltaf nóg af ungum mönnum, sem vilja gerast knattspyrnudómarar. — KDR verður aldrei nema spegil- mynd af félögunnm. — Hvernig skiptast dómar- arnir, sem dæmt hafa í sumar, niður á félögin? — Þróttur 2, Víkingur 4, Fram 5, Valur 5, KR 11. Fjórir dómarar hafa tekið landspróf í sumar, það eru þeir: Haraldur Gíslason, Guðbjörn Jónsson, Steinn Steinsson og Halldór V. Sigurðsson. — Ert þú ánægður með móta- fyrirkomulagið? — Nei, ég álít að það megi bæta það mikið. Það ætti helzt að ákveða alla leiki að vetrinum til, sem leika á sumarið eftir; þar með taldir erlendir leikir. Þá gæti dómarafélagið einnig að vetrinum til raðað niður öllum leikjum sumarsins. IvRR ætti svo að láta ])i'enta skrá með leikjum og nöfnum dómara, sem eiga að dæma. Þessar skrár yrðu svo hafðar til sýnis í öllum fé- lagsheimilunum. Það er ótrúlega erfitt að útvega dómara á 7 leiki, sem fara eiga fram á einum degi, þegar frestur er aðeins tveir dagar eða skemmri. Eg vona, að knattspyrnuþingið, sem bráð- lega kemur saman, finni beti-i lausn á þessu máli en verið hef- ur. — Hvernig liefur þér fallið við mótanefndirnar? N — Yfirleitt vel, þær hafa ver- ið samvinnuþýðar, en þó held ég að þeim hafi fundizt ég of grimmur á köflum. 40 ÍÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.