Allt um íþróttir - 01.10.1953, Page 50

Allt um íþróttir - 01.10.1953, Page 50
Fyrstu greinamar, sem keppt var í, voru hástökk og kringlu- kast, en undanrásir í 100 m hlaupi hófust rétt á ei'tir. I hástökki voru 4 keppendur: 1. Sigurður Friðfinnsson (FH) 1.80 m. 2. Jóhann R. Benediktsson (UMFK) 1.75 m. 3. Friðirk Guðmundsson (KR) 1.70 m. 4. Birgir Helgason (KR) 1.65 m. Keppnin \-ar ekki hörð, en ár- agnur Sigurðar er góður. Hann fór hátt ýfir’1.80, en felldi 1.84 þrisvar. Sigurður hefur lítið keppt í hástökki í sumar, og á hann að geta gert mun betur í þessari sinni beztu grein, því að hann er fisléttur og kröftugur hástökkvari. Jóhann cr stór og Mflugur, en skortir meiri æfingu og keppnisreynslu. Hann sigraði þa r n a 11 eyk j a ví ,kurmeistarann, Friðrik, sem vakti kátínu áhorf- enda með sífelldum hlaupum ínilli hástökks og kringlukasts, sem fóru fram á sitt hvorum vallarenda. Islandsmeistari 1052 var Kol- beinn Kristinsson (S) 1.75 m. Iveppnin í kringlukasti var þeim mun harðari. Þar áttust við 8 keppendur, og voru sigur- stranglegastir þeir Hallgrímur Jónsson (A) og meistari fvrra árs, Þorsteinn Löve (UMFK), 48.43. Hallgrímur hafði á æfingn skömmu fyrir mót kastað yfir 51 m, og tók hann forystuna í annarri umferð með 45.55 m kasti, en í næstsíðustu umferð tryggði Þorsteinn sér meistara- titilinn í þriðja sinn í röð. Sýndi hann okkur áhorfendum gleði sína með nokkrum heljarstökk- um. Urslit voru þessi: 1. Þorsteinn Löve (UMFK) 46.07 m. 2. Hallgrímur Jónsson (A) 45.55 m. 3. Friðrik Guðmundsson (KR) 43.18 m. 4. Kristbjörn Þorgrímsson (ÍR) 40.47 m. I fyrra riðli 100 m hlaupeins hlupu Leit'ur Tómasson (KA), Alexander Sigurðsson (KR), Vil- hjálmur Olafsson (ÍR) og Er- lendur Sveinsson (UMFR). Fyrstnefndu þrír hlupu allir á 11.8 sek. Vilhjálmur varð fyrst- ur og Leifur skaut brjóstinu fram fyrir Alexander á marklín- unni.' I seinni riðlinnm stikaði Hörð- ur Haraldsson (Á) (11.7) á und- an Garðari Arasyni (IJMFK) (11.8), Guðm. Guðjónssyni (KR) (12.0) og Ragnari Skagfjörð (HSS) (Héraðssamb. Stranda- manna). Urslitin fóru þannig: 1. Hörður Haraldsson (Á) 11.3 sek. 48 ÍÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.