Allt um íþróttir - 01.10.1953, Page 56

Allt um íþróttir - 01.10.1953, Page 56
fór á annan veg Torfi Bryngeirs- son hljóp fyrsta sprett fyrir KR, en hann fann til í læri um mitt hlaup og haltraði með keflið til næsta manns. Tími Armenning- anna varð 4(5.0 sek., en KR hljóp á 47.9 sek. Tíminn er hálf léleg- ur, enda var keppnin engin. I meistara sveitinni voru Þorvald- ur Búason, Þórir Þorsteinsson, Hörður Haraldsson og Guð- mundur Lárusson. I fyrra sigr- aði KR á 44.4 sek. Þrístökkið vann Vilhjálmur Einarsson (UÍA) á 14.09 m stökki. Hann er stór og nokkuð þungur, en hefur feikna stökk- kraft. Ef hann nær að laga hlaupstílinn í atrennunni og æfir upp meiri hraða eru 15 m alls ekki íjarlægur draumur fyrir hann. Hann var í sérflokki í keppninni U/2 metra á undan næsta manni Torfi stökk aðeins eitt stökk gilt, átti löng stökk ógild, en fann til eftir boðhlaup- ið. Úrslit urðu þessi: 1. Vilhjálmur Einarsson (UIA) 14.09 m. 2. Sigurkarl Magnússon (HSS) 12.65 m. 3. Ragnar Skagfjörð (HSS) 12.40 m. 4. Torfi Bryngeirsson (KR) 11.12 m. Eftir er að gera grein fyrir keppni í tugþraut, fimmtarþraut og 300 m hindrunarhlaupi og verður það gert í næsta blaði. 54 ÍÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.