Allt um íþróttir - 01.10.1953, Síða 65
1
UTAN ÚR HEIMI
L_______________________
Dcxnmörk
Þrátt fyrir það, að ítalska
stjórnin hafi bannað frekari inn-
flutning á knattspyrnumönnuin,
hafa Danir misst enn einn sinna
beztu manna til Ítalíu. Það er
Per Jensen frá KB. Hann skrif-
aði undir samning upp á fjögur
hundruð þúsund krónur til
tveggja ára. Félagið, sem Jensen
fer til, heitir F. C. Trieste, en
það leikur í ítölsku lígunni, jafn-
vel þó að Trieste sé frjáls og
heyri ekki undir ítölskk lög. En
nú er ekki víst, að ítalska stjórn-
in leyfi svona framhjáhald við
lögin. Onnur ítölsk félög hafa
mótmælt þessu harðlega.'
Gunnar Nielsen, millivega-
Jengdahlauparinn frægi, hefur
fengið 25 heimboð á sumrinu,
en aðeins tekið fimm þeirra.
Finnland
Yfir fimm þúsund manns
komu til Stokkhólms frá Finn-
iandi til að sjá landa sína tapa
fyrir Svíum í frjálsum íþróttum.
Stærsti sigur Finna var í 1500
m hlaupi, en þar vann Dennis
Johansson þá Ingvar Erikson og
Sune Karlson. Tímarnir, 3:48.6,
3:49.4 og 3:50.0, voru ekki betri,
vegna þess, hve hægt var farið
í byrjun hlaupsins.
Johansson, sem er 25 ára,
reykir hvorki meira né minna en
25 sígarettur á dag. Hann hefur
dvalið í Bandaríkjunum undan-
farin 2 ár og hyggst setjast þar
að fyrir fullt og allt og gerast
þjálfari. „En strákarnir mínir fá
samt ekki að reykja“, segir hann.
Johanson bætti nýlega finnska
metið í 1500 m niður í 3:44.8.
Þá vann hann m. a. Taipale
(3:46.8) og Santee (3:47.6).
Spjótkastararnir hafa náð
góðum árangri í sumar og halda
þar heið'ri Finnlands á lofti.
Hyttianen hefur náð 77.23 og
Nikkinen 75.17 m. Porrassahni
hefur náð 7.39 í langstökki, sem
er bezti árangur Finna síðan í
stríðinu.
Grikkland
Þrjú grísk met voru sett á al-
þjóðlegu hermannamóti í Brúss-
el nýlega. V. Silas náði 48.2 sek.
í 400 m. E1 Depastas vann 800
m á 1:52.5 sek. Fjórða metið
var í 4X400 m, tíminn þar var
3:19.4 sek.
ÍÞRÓTTIR
63