Saga: missirisrit - 01.06.1925, Síða 17
SAGA 11
Horn, sem vinirnir kölluöu Mínu, ókunnugir Mrs. Horn,
en óvildin og öfundin kallaöi sín á milli Mein-Horn.
Minerva var ein þeirra góökunningja Lilju, sem nú
sátu saman í ööru framherbergi litla hússins hennar og
beið þeirra félaga.
Þaö fór ljómandi vel um þær allar saman, þar sem
þær sátu á ágætis fjaðrastólum og röbbuðu saman um
komandi vor, atvinnu karlanna sinna og inntektir frá
þeim, og kjólana sína og kristindóminn hjá yngstu kyn-
slóðinni.
Það er svo margs að minnast hjá þeim, sem sjaldan
sjást, og þótt fólk hittist oft, þá endist tíminn vanalega
ekki til að segja helminginn af því öllu saman, sem
þurfti og átti að segjast, og hinn helmingurinn gleymdist
svo alveg við það að geta ekki komið einu sinni út úr
sér fyrri helmingnum, svo aö það verður seinast ekki
nema tæpur helmingur af helmingnum, sem hægt verður
að tala um.
Lilja hafði sett sig niður hjá konunum fyrir stund-
arkorni, og var rétt í þann veginn aö standa á fætur og
gá út um gluggann, hvort Gizur kæmi ekki, en á sama
augnabliki brotnaði stóra rúðan og inn flaug dálítil snjó-
kúla, sem hafði veriö marghnoðuð saman úr hálfbráð-
inni fönninni, unz hún hafði orðið næstum eins
þung og þétt og blýkúla.
Margir hlutir skeðu nú í einu.
Kúlan þaut með þyt miklum gegnum herbergið og
klestist inn í vegginn á móti. Til allrar hamingju hitti