Saga: missirisrit - 01.06.1925, Page 18
12 SAGA
hún ekki neitt höfuöið fyrir sér á leiö sinni, þótt æriö
flýgi hún nærri þeim. Saman við kúluhvininn bland-
aöist brothljóöiö frá glugganum og rúðubrotunum, sem
hrundu niöur á gluggakistuna og ofan á gólfið og brotn-
uðu aftur í smáagnir með nýjum söng. Og inn í þenn-
an skarkala ófust upphrópandi fyrirbænir kvennanna, sem
allar höföu stokkiö á fætur eins og þær hefðu séð mús.
Þegar karlmönnum veröur bilt viö, verður þeim
mörgum á að blóta, og bæta þannig gráu ofan á svart.
En hver ein og einasta af konunum mælti eitthvað fall-
egt af munni fram og bað fyrir sér, þegar ósköpin
dundu á.
“Ö, Jesús minn!” hrópaði Lilja upp yfir sig, og
horfði undrandi spurningaraugum til skiftis á gestkom-
andi konurnar.
“My goodness!” kallaði Minerva upp og starði út í
brotinn gluggann.
“Æ, guð minn góður!” hljóðaði Sigga á Sargent.
“Gracious!” æpti Domma á Dominion.
“Almáttugur!” hvein í öllu á Alverstone.
En Vigga á Victor sagði bara “Hply Smoke!”
Og svo hlupu þær allar út að glugganum til að sjá
hvað um væri að vera.
A miðju strætinu stóðu þrír drengir, sem hnoðuðu
snjókúlur í ákafa, og sóttu að þeim félögum, Gizuri og
Villa, af móði miklum. Var skothríðin hin harðasta og
þykk sem skæðadrífa. Frá einhverjum þessara þriggja
hlaut kúlan að hafa komið, sú er rúðuna braut.