Saga: missirisrit - 01.06.1925, Page 19
SAGA 13
Lilja þekti aðeins einn þeirra, Tom Collins aS nafni,
sem átti heima spottakorn fyrir sunnan hana á strætinu,
og hafði altaf veriö ertinn við hana og son hennar. Má-
ske sökum þess aS hún leyfði Gizuri aldrei að leika sér
við hann; eSa hann hefir álitið að “shanta”-fólk ætti
ekki betra skiliS.
Tom var fullra sextán ára aS aldri og lítiS eitt
stærri en Gizur, en var nú í sama bekk og hann í skólan-
um, þótt hann byrjaöi námiS tveimur árum á undan hon-
um. Hann var mesti óróaseggur, áflogagarpur og bar-
dagamaöur, en virtist minna hpeigSur til náms. Hinir
drengirnir voru á reki viS Gizur.
Tom haföi oft leikiS Gizur grátt.
Fyrir fjórum árum haföi þaö eitt sinn skeö, að
Gizur hafði komiS skælandi heim til móöur sinnar und-
an honum. Þá hafði Tom ráðist á hann á leiSinni heim
af skólanum og rekiS honum rokna högg á kinnina, svo
hún var stokkbólgin. Þá hafði Gizur veriS æstur og
spurt móöur sina hvort ekki væri réttast aS hann tséki
barefli meS sér næsta dag og lemdi hann meS því, ef
hann réðist á hann aftur.
Móöirin baS góöan guS aS varSveita son sinn frá
slikum óguðlegum hugsunum, og sagði þá sem endrarnær,
aS ilt ætti að launast meS góöu. Svo bakaði hún ofurlitla
köku, sem var samsett af flestu því sælgæti, sem drengj-
um þykir bezt, og baS Gizur sinn aö færa honum kökuna
meS svo hljóSandi orSum: