Saga: missirisrit - 01.06.1925, Side 21
SAGA 15
eins og hreyfanleg snjókerling, sem töframáttur fyrstu
vorvindanna hefði vakiö og magnaö og sett í algleyming.
“Þú mölvaöir gluggann, Tom-kötturinn þinn og
skemdarskrímsliö,” heyrðu konurnar inn um brotnu rúð-
una að Villi sagði um leið og hann kastaði blautum snjón-
um í stórum kökkum að óvinum sínum, því hann hafði
engan tíma lengur til að hnoða fönnina í kúlur í öðru eins
návígi. Tom og félagar hans voru nú farnir að færa
sig upp á gangstéttina og vörðu þeim Gizuri húsið.
“Þú lýgur þessu, íslenzka illfyglið þitt,” heyrðu kon-
urnar að Tom sagði öskrandi á móti. “Þú mölvaðir hana
sjálfur, því alt sem þú snertir fer í öfuga átt hjá þér og
utan hjá, útlendi og útglenti aulabárðurinn þinn.” Svo
hló hann storkandi hlátri, rak út úr sér tunguna og glenti
sig allan í framan.
Ekki væri rétt frá atburðum skýrt, ef sagt væri að
Villi hefði ekki svarað og launað fyrir sig. En hann
hafði lítinn umhugsunartíma til að búa það, sem hann
ætlaði að segja, í falleg lýsingarorð. Orðin komu því
út úr honum óhefluð og í kökkum eins og hálfbráðna,
kolgráa fönnin, sem hann henti óspart úr höndurn sér í
féndur sina.
Konurnar við gluggann hröðuðu sér nú fram í dyrn-
ar til að skakka leikinn. Gekk Lilja út á pallinn ög kall-
aði á þá og bað þá að hætta, en Tom svaraði með
þvi að kasta kúlu, sem hann hélt á í hendinni, í höfuð
hennar. Klestist sumt af henni í hárinu, en meiddi hana
lítið, því bardagamaðurinn hafði ei gefið sér tíma til