Saga: missirisrit - 01.06.1925, Page 27
SAGA 21
hafa hugsaö um það, aö þarna voru fimm vel metnar
safnaðarkonur, sem ekki voru á sama máli og hún, og
höfðu jafnvel vítt þau mæðgin fyrir aumingjaskapinn,
eSa meinleysið svonefnda: að láta ganga á sér. Ekkert
var því líklegra en honum findist að þær hefðu réttara
fyrir sér en móðir hans. Að vísu hafði hann ekki minst
a þetta við hana, því hann var dulur að eðlisfari, eins
°g margir Islendingar. En þegar smiðurinn, sem setti
nýja rúðu í gluggann þeirra, hafði sagt við hann að
þetta ætti sá að borga, sem brotið hefði”, þá hafði hún
heyrt son sinn svara: “Já, hann á fyrir því, að honum
vasri lúskrað svo um munaði.” — Svona hafði hún aldrei
aSur heyrt son sinn tala. En hún gat einhvernveginn
ekki fengið sig til að tala um þetta við hann. Hún gat
ekki gert sér grein fyrir hversvegna það var. Og verst
af öllu þótti henni að sjálf gat hún ekki að öllu leyti
fyrirgefið Tom í hjarta sínu, þótt það liti svo út á yfir-
horðinu, og hún léti hann afskiftalausan. Hún gat
fyrirgefið rúðubrotið af öllu hjarta, en það gekk alt bág-
fegar með kaffæringur.a á Gizuri og nýju fötunum í
hrapinu. Og þegar hann skældi sig framan í þau og
hallaði þau ónöfnum, þá ólgaði gremjan í brjósti henn-
ar og henni sveið undan óréttinum. Auðvitað var Tom
aðeins drengur og hún taldi sér trú um að hún hlyti að
geta fyrirgefið honum, en um leið, í hvert skifti, gægðist
sú ósk upp í huga hennar, að hún þyrfti aldrei framar
líta hann augum. Hann var líka miklu ágengari og