Saga: missirisrit - 01.06.1925, Page 29
SAGA 23
Qg mín skoíSun er sú, aS ef eg ekki reyndi a<5 verja mig,
þá væri eg ekki maður, heldur ræfill.”
“En væri þaS nú að breyta alveg eftir guSsorði, séra
keifur ?” spurSi Lilja áköf, og néri saman höndunum,
þótt hlýtt væri í dagstofu prestsins.
“Já, hreinskilnislega sagt, þá finst mér þaS, Lilja
min,” svaraSi prestur meS gætni, og fitlaSi óafvit-
andi viS úrkeSjuna sína.
“Ojá! En mér finst nú samt þetta ekki vera sá
sanni fyrirgefningarandi, sem talaS er um í guSsorSi.
Eg hefi líklega ekki skiliS hann rétt,” svaraSi Lilja og
andvarpaSi.
Séra Leifur mælti:
“Skilningur okkar virSist fara dálítiS eftir geSslagi
°kkar og eSlisfari, þótt guSsorSiS sé eitt og þaS sama.
ViS skiljum hitt og þetta á okkar eigin hátt, eftir upp-
lagi hvers og eins, virSist mér. Annars situr ekki á mér
aS andæfa þér í þessu, Lilja mín. Þú hefir breytt eftir
beztu samvizku og meira er ekki hægt aS heimta. Eg
alít aS ekki sé hægt aS ætlast til af neinum, aS hann
se betri viS aSra, en hann vill aS aSrir séu viS sig. Ef
einhver gerir óréttinn óafvitandi, þá er sjálfsagt aS fyr-
lrgefa, en geri hann þaS af yfirlögSu ráSi, þá finst mér
aS hann megi búast viS aS honum verSi mælt í sama
mæli.”
. “Já, séra Leifur, eg býst viS aS þetta virSist sann-
Sjarnt. En eg kom nú beinlinis til þess aS spyrja þig aS