Saga: missirisrit - 01.06.1925, Síða 30
24 SAGA
'hvort eg muni hafa aliS drenginn minn eins vel upp
og eg hefði getaS.”
“Mér virSist aS þú hafir aliS hann mjög samvizku-
samlega upp. Hann er góSur drengur.”
“En er þaS rétt af mér aS hindra hann frá því aS
bera hönd fyrir höfuS sér, þegar á hann er ráSist, fyrst
þú segist myndir verja þig, ef ætti aS gera þér ilt?”
Eilja horfSi meS mikilli eftirtekt á prestinn, meSan
hún beiS svars. Og henni var svo mikiS niSri fyrir, aS
hún gætti þess tæpast aS tala í jafn auSmjúkum tón og
hún var vön, þegar hún talaSi viS séra Eeif. Spurn-
ingarnar komu næstum óbreyttar af vörum hennar, eins
og hún hafSi boriS þær upp og velt þeim fyrir sjálfri
sér á löngum andvökunóttum og á daginn viS sauma-
borSiS, nema hvaS svör prestsins viku þeim örlítiS viS.
Líklega voru þetta smámunir fyrir alla aSra en hana,
en henni var þaS alt.
Séra L,eifur vildi auSsjáanlega ekki særa hana. Hann
hugsaSi svariS lengi, og þegar hann tók til máls, talaSi
hann hvert orS svo gætilega, sem vægi hann þaS á
metaskálum kærleikans:
“Æskunni er holt aS fá aS reyna á krafta sína, sem
mest og bezt, og æfa þá og styrkja fyrir lífsbardagann,
sem ekki er æfinlega eintómt meinleysi fyrir okkur öll-
um, eins og þú veizt, Lilja mín. — Uppeldi þitt á drengn-
um er hrósvert og i alla staSi samkvæmt guSsorSi. Samt
er þaS hugboS mitt, aS drengurinn þinn yrSi enn meiri
maSur, ef hann meS öllum þeim góSleik, sem hann á