Saga: missirisrit - 01.06.1925, Blaðsíða 31
SAGA 25
yfir aS ráSa, yrSi einnig karlmenni, sem léti ekki vonda
yíirgangsseggi troða sér um tær.”
Lilja fann og skildi hvert stefndi, þótt hógleg væru
oríin. Hún var aS tapa. Réttur málstaSur var aS fara
halloka fyrir prestinum hennar. Honum, sem öllum
framar átti aS skilja dýpsta eSli fyrirgefningarinnar,
og hafSi svo oft fagurlega minst í ræSum sínum, og sem
í hennar huga var æSsta karlmenskan, eins og hún hafSi
hugsaS sér hana eftir guSsorSi. Henni þótti undur
vænt um séra Leif. Hann hafSi tekiS miskunnarhönd-
um á broti hennar i gamla daga, og hún hafSi aldrei get-
aS merkt þaS á honum, aS hann myndi eftir því, auk
þá heldur aS hann hefSi á þaS minst. Og hún hafSi
einnig fundiS þaS eins og ósjálfrátt, en hvorki heyrt þaS
eSur séS, aS framkomu hans viS hana á þeim árum, var
þaS aS þakka, aS hún naut sömu hylli eftir sem áSur
af öllum í söfnuSinum. En samt gat hún nú ekki stilt
sig um aS spyrja prest, þótt hún vissi aS spurningin væri
í hæsta máta ósanngjörn:
“Á þá máske aldrei aS fyrirgefa? Á altaf aS berja,
altaf aS hefna sín og hegna, þó skrifaS standi, “blessiS
þá, sem ySur bölva, og biSjiS fyrir þeim, sem ySur róg-
bera og ofsækja?”
“Lilja! — Þú spyr mig aS þessu!” mælti prestur
þungt og þaS kendi sársauka í röddinni.
“FyrirgefSu mér! Eg vissi ekki hvaS eg sagSi.”
Lilja fól höfuSiS andtak í höndum sér.
Eftir skamma stund tók prestur til máls: