Saga: missirisrit - 01.06.1925, Side 32
26 SAGA
“Eöli mitt er of norrænt til þess aö eg viti ekki
ósköp vel, aö við getum aldrei fylgt fyrirgefningarker.n-
ingunni út í yztu æsar, eins og guðsorð kennir okkur
hana, án þess aö veröa hræsnarar eða aumingjar —
líkamlegir eða andlegir aumingjar. Eg elska meinleysiö
svo lengi sem það gerir okkur að meiri og betri mönn-
um, en lengur ekki. — Ef sonur þinn væri orðinn íull-
tíða maður og gengi með þér úti á götu og einhver
vondur maður vildi taka þig frá honum, og fortölur
og bænir hefðu ekkert að segja — ætti hann þá að segja
við hann: ‘Taktu móður mína, eg fyrirgef þér’, og
ganga svo heim til sín? Finnurðu ekki lítilmenskuna í
þessu? Eða ef sonur þinn væri kvæntur og eitthvert
illmennið ætlaði að ræna hann konunni — ætti hann þá
að standa aðgerðalaus hjá, meðan hún væri tekin nauðug
frá honum? — Við lifum i illum og góðum heimi. Með
því að reyna að vera sjálf góð, gerum við aðra góða. En
stundum er svo mikið af illu í kringum okkur, að ekkert
nema karlmenskan ein fær sigrað það og afborið. — Þú
hefir innrætt syni þínum góða siði, kærleik og blíðlyndi.
En hann þarf einnig á karlmensku að halda. Við erum
komin af víkingum, sem kunnu að sameina hreysti og
drenglyndi, þrátt fyrir öll manndrápin og ránsferðirnar.
Mín skoðun er sú, að drenglyndið sé fegursti kristin-
dómurinn, og hreystin, hugrekkið og karlmenskan, not-
uð veikum til hlífðar móti óbilgirninni, geti verið og
séu sannar dygðir. — Við megum ekki gleyma því, Lilja
mín, að lífið er fyrst og fremst barátta og stríð. Og sá