Saga: missirisrit - 01.06.1925, Blaðsíða 38
32 SAGA
nýja Gizur, og svo á Tom, sem nú skreiö á fjórum fótum
eins og “skynlaus skepna” í leirnum og leðjunni upp úr
pollinum. I svip hans bjó hvorki heift né hefnd. Ekki
ennþá. Hræðsluglampar og undrunarblik skinu úr aug-
um hans þegar hann skotraði þeim upp á Gizur, mesta
meinleysisblóðið í borginni, sem hafði kastað hon’um
sjálfum, Tom Collins, eins og hvolpi á kaf ofan í ó-
þverrann. Ef hann hefði ekki fundið gremjulega til
þess, að leirleðjan hélt honum hálf-föstum við hotninn,
og fötin, ötuð og rennandi, límdust eins og flugnapappír
við kroppinn, þá hefði hann haldið að þetta væri hara
vitlaus draumur. Og hvorki hann né margir hinna í
hópnum gátu i raun réttri trúað þessu fyr en smám sam-
an seinna meir. Svona fanst þeim það lýgilegt, að Gizur
hefði snúið Tom niður og hent honum í tjörnina.
Tom gat tæpast hrært sig, þegar upp úr kom. Hann
var ekki líklegur til hefnda þann daginn. Ailur útatað-
ur eins og hann hefði velt sér upp úr flórnum. Svartur
eins og syndin og stirður eins og eldgamall giktarfótur.
Já, Tom hafði farið illa út úr því. Það var þó satt. En
máske Tom hafi átt það skilið. Hann þurfti ekki að
vera að slettast upp á Gizur — þurfti hann? En hann
Gizur! — Hvað var að verða úr drengnum ? Hann var
þó sannarlega engin “sissy” lengur. Já, hann var karl
en ekki kona, og hafði rekið af sér bleyðiorðið, sem
sannri hetju sæmdi: — hægt og rólega og yfirlætislaust,
og með þeirri festu og stillingu, sem fer vel hverju göf-