Saga: missirisrit - 01.06.1925, Page 39
SAGA 33
ungrnenni. Nú var hann alvarlegur á svipinn og mælti
ekki orö frá munni.
Gizur hafði á einu augnabliki getið sér þann orð-
stír og hlotið það nafn, sem góðum dreng og vöskum vík-
ingi sómdi. Villi tók undir handlegg hans1 og leiddi hann
alla leið heim. Hann þurfti engan að því að spyrja,
hverjum frægð Gizurar var að þakka. Hann vissi það
sjálfur.
Ekki mintist Gizur á neitt við móður sína. En dag-
inn eftir sagði Mrs. Horn henni upp alla sögu, eins og
Villa hafði sagst frá, og hann kunni að gera atvikin
söguleg, þótt ungur væri. Móðirin hlýddi á með athygli
og gladdist — þrátt fyrir alt og alt. Þetta var hennar
sonur! Já, Lilja fann til stolts og fagnaðar í hjarta
sínu. Æ, ekki var hún nú betri en það !
Tom Collins hafði hægt um sig fyrstu dagana á eft-
ir. En ekki leið á löngu þar til Villi frétti eftir hon-
um að Gizur hefði átt að vinna sig með svikum. Háls-
takið, sem Gizur hefði snúið sig niður á, væru hrein og
bein svik — ólög en ekkert bragð, og engum ærlegum
dreng né heiðarlegu tuski samboðið. Villi vissi að
þessi orðasveimur gat ekki rýrt frægð Gizurar í neinu.
Ekkert nema ósigur gat tekið hana frá honum. Og
“sissy”-nafnið var algerlega losnað við hann og mundi
aldrei festast við hann aftur. En það var annað, sem
sögunni fylgdi: Tom hafði haft í heitingum að berjast
nieð hnefunum við Gizur upp á líf og dauða. Þá gæti
hann ekki notað hálsbragðið, né nein önnur svik. Og