Saga: missirisrit - 01.06.1925, Page 41
SAGA 35
Gizur væri, og áleit þá jafningja, þegar öll kurl kæmu
til grafar.
Tom haf'ði látið þau mæðgin í friði síðan hann fékk
haðið hjá Gizuri. Hann gekk fram hjá húsi þeirra og
þeim sjálfum, án þess að líta við, eins og hann vildi
segja: “Aldrei þekta eg ykkur”.
Það voru komin hlýindi í veðrið. Snjórinn horfinn
fyrir nokkru, og strætin og húsagarðarnir orðin þur og
þokkaleg. Seinni part laugadags eins, voru þeir Gizur
og Villi að æfa sig við að berjast í bakgarðinum hjá
Lilju og höfðu hnefaleikaravöttu á höndum. Tom Coll-
ins gekk eftir gangstéttinni með öðrum dreng, og sá
hvað þeir félagar höfðust að í bakgarðinum. Hann
gekk til þeirra snúðugur og mælti:
“Þú átt svolítið hjá mér, Gizur, fyrir fjandans háls-
takig og svikin seinast. Eg býð þér einvígi með ber-
um hnefum, sem skal halda áfram unz annarhvor liggur
eins og sveskja. Og er nú fyrir þig að duga eða drep-
ast.”
Gizur tók þegjandi af sér vöttuna og bardaginn
byrjaði.
Lilja, sem var inni í húsinu, hafði tekið eftir því
að gengið var fram hjá hliðarglugganum, og þóttist
kannast við annan drenginn, og gekk út í bakdyrnar,
°g sá strax hvers kyns var.
Fyrst var hún komin á flugstig með að kalla á
drengina eða hlaupa til þeirra og biðja þá að hætta.