Saga: missirisrit - 01.06.1925, Page 43
SAGA 37
hvaS gat hún gert? Hún haföi einmitt fundiS þaS á
sér, aS þaS myndi draga aS þessu, þegar fyrirgefning-
unni ótakmörkuSu var slept. Hún fann þaS svo sem aS
hún var aS missa drenginn sinn út í heiminn; hún vissi
bara ekki hve langt. ASeins aS presturinn væri nú
kominn, svo hann sæi hvaS af því hlytist aS hætta aS fyr-
irgefa. Æjá, og kunningjakonur hennar líka, sem hún
bauS í afmælisveizluna. Þær voru svo sem ekki betri
en séra Leifur. En öll vildu þau þó henni vel. Um þaS
efaSist hún ekki. En alt gæti þó fariS vel ef Gizur
væri svolítiS stærri og sterkari. Því. þaS var hann, sem
roátti til meS aS vinna. Hann hafSi þó aS minsta kosti
góSan málstaS. ÞaS var eiginlega eina huggunin henn-
ar> þegar út í þetta var komiS. Eiginlega ætti guS aS
láta hann vinna — í því var réttlæti hans fólgiS.
En hvaS var nú þetta?
Lilju hitnaSi um hjartaræturnar. Gizur hafSi gefiS
mótstöSumanni sínum svo vel útilátiS kjaftshögg, aS
hann hörfaSi frá og sýndist riSa á fótunum nokkur
augnablik. Hún heyrSi Villa hrópa húrra og kalla á
Gizur og segja honum aS gefa Tom fleiri högg svona
dugleg, áSur en hann næSi sér aftur. En Gizur var
hægSin sjálf og beiS þess rólegur aS Tom yrSi fær um
aö sækja aftur. ÞaS var auSséS aS hann vildi ekki
niSast á Tom. Móöurinni þótti vænt um. Hvernig sem
æikar færu, þá gat hún veriS stolt af syni sínum, því
hann hafSi sýnt göfugmensku, sem fátíS er, þegar barist
er í illu.