Saga: missirisrit - 01.06.1925, Page 45
SAGA 39
Sóknin linast af hendi Tom, og aftur kemur Gizur þessu
einkennilega höggi á mótstööumanninn, sem minnir Lilju
á hann, sem á að vera gleymdur. Nú er höggiö sýnu
meira en áður, eöa Tom er orðinn veikari fyrir, því
þaö kastar honum langt til og hann rasar og fellur, og
Villi kallar húrra. En Tom stendur fljótt á fætur og
hristir höfuöiö. Hann er hvorki kveif né kveita. Ef
til vill er hann bezta mannsefni, eins og göldustu fol-
arnir verða oft aö mestu gæöingunum.
Lilja er farin aö kenna í brjóst um Tom. Þetta er
þó ekki nema unglingur. En hann er aö berjast á móti
syni hennar, sem er ennþá yngri —- aðeins blessað, ó-
fermt barn!
Þaö eru ósköp aÖ sjá þá. Þeir eru eins og úfnir
hrafnsungar og hafa skyrturnar brettar upp fyrir olnboga.
Tom bítur á jaxlinn og berst meö hamremi. Gizur er
lipur sem köttur. Þegar Tom hægir á sér, kemur Gizur
á hann einu af sínum miklu höggum, sem Lilja kann-
ast svo vel viö, og Tom steypist til jarðar og liggur eins
og skata.
Guð almáttugur! Er drengurinn dauöur ? Hún ann
Gizuri meira en eigin lífi, en samt vildi hún heldur sjá
hann dauðan, en hann heföi orðiö öðrum aö bana.
Hún hleypur til þeirra.
“Er hann rotaöur, eöa — eða — hann er þó ekki
dauður?’’ spyr hún hálfsnöktandi.
Villi hafi kallað þréfalt húrra, þegar Tom féll.