Saga: missirisrit - 01.06.1925, Page 46
40 SAGA
Hann dossar bara viö því sem Lilja spyr aö, en horfir
meö aðdáun á Gizur, sem svarar móöur sinni rólega:
“Þú þarft ekkert aö óttast, mamma. Hann er ekki
einu sinni rotaður. Hann er aö standa, á fætur.”
Drengurinn, sem var með Tom, hjálpaði honum til
að standa á fætur. Það sér ekki mikið á andliti hans
nema í kringum hægra augað. Þar bólar á bláleitum
hring. Gizur er dálítið flumbraður í framan, en ekkert
meiddur að öðru leyti. Tom snýr sér að Gizuri og
segir:
“Þú ert snjallari en eg hélt að þú værir.” Hann
hristir sig og ber sig borginmannlega, og bætir svo bros-
andi við: “Þú ert engin “sissy” lengur, Gizur.”
“Fyrirgefðu mér, Tom,” segir Gizur.
Tom svarar:
“Eg hefi víst lítið að fyrirgefa. Sökin mun altaf
hafa verið min megin. Það er eg sem á að biðja þig fyr-
irgefningar.”
Lilja hlýddi á forviða og fagnandi. Svo þetta eru
þeirra ær og kýr drengjanna! Margir og undarlegir
vegir gátu legið til sættanna og fyrirgefningarinnar.
Og Gizur spyr:
“Getum við ekki verið vinir, Tom? Hérna er
höndin!”
“Hér er mín líka,” svarar Tom, og svo takast þeir í
hendur, og Villi tekur líka i hendina á Tom. Og pilt-
urinn, sem var með honum, tók einnig í hönd Gizurs og
Villa.