Saga: missirisrit - 01.06.1925, Page 49
SAGA 43
fyrir sér aö gera, aS hann -efaöist aldrei um eigin sálu.
hjálp.
AÖ öllu ööru leyti var sál hans löngu undir þaö búin
ag yfirgefa syndum seldan mannheiminn, flytja sig úr
fúna og brotna líkamshreysinu, og svífa á englavængjum
í miskunnarfaöm frelsarans fagra.
Hugarangur séra Hallgríms sendi æ daprari og myrk.
ari skuggamyndir á sóllöndin, sem framundan lágu.
Sjón trúar hans, sem sá nú enn skýrra eftir að likams-
augu hans voru lokuð, leit í anda miskunnarhönd guös
lyfta sér í dýrðina eilífu, sem rétttrúuðum mönnum er
fyrirbúin. Og á sömu stundu kom loppa ein mikil, grá
og loðin, og dró Guöríði hans niður í kolsvört undir.
djúp eymdarinnar óendanlegu, sem geymir vantrúar.
menn, trúvillinga og heiðingja.
Ut frá þessum hugleiðingum féll á hann sætur blund-
ur rétt fyrir andlátið. Og hann sá engil drottins koma
inn um baðstofudyrnar. Engillinn snerti hann, þar sem
hann hvíldi í rúminu, og á sömu stundu varð hann
heill og ungur og bjartur eins og í gamla daga, þegar
hann dreymdi meir um dýrð heimsins en himinsins, og hann
leit með öðrum og víðsýnni augum yfir trúarlíf mann-
anna. Og engillinn lagði enn fremur sína mildu hönd yfir
konuna hans öldruðu, og einnig hún varð björt og fögur
og ung, svo hann hafði aldrei séð hana þvilíka. En svo
mikið ljós fylgdi englinum, að baðstofan og alt, sem i
henni var, nema þau þrjú, hvarf í geisladýrðinni. Og án
þess séra Hallgrímur gæti greint að engillinn hefði flutt