Saga: missirisrit - 01.06.1925, Page 50
44 SAGA
þau burtu úr baðstofunni, fanst honum hann vera í himna-
ríki, og hann sá guð í hásæti og alla útvalda umhverfis
hann. Þá undraðist séra Hallgrímur, laut englinum og
mælti:
“Herra! Getum við verið í himnaríki án þess að
hafa komist þangað?”
En engillinn svaraði honum brosandi og sagði:
“Himnaríki er alstaðar þar sem guð er.”
Að svo mæltu leiddi engillinn þau hjónin fram fyrir
guð almáttugan. En mitt í sælu sinni gat þó séra Hall-
grímur ekki gleymt kvíðanum fyrir forlögum konu sinn.
ar. Hann féll fram á ásjónu sína, frammi fyrir hásætinu,
og hóf upp augu sín til guðs, mælandi:
“Réttláti drottinn Abrahams, ísaks og Jakobs, og
faðir frelsara vors, Jesúm Krists, hvers nafn, kenning,
pínu, dauða og konungdóm, eg aumur og vesæll þjónn,
hefi í veikleika reynt að kunngjöra mönnunum, með
sálmuim, bænum og prédikunum, lít i náð þinni til mín,
og minstu ei framar misgerða minna, sem sonur þinn
elskulegur leið fyrir og hvítfágaði með sínu blessaða
blóði —”
Hér þagnaði séra Hallgrímur andtak. Hann varð að
upphugsa kröftugustu hjálparyrðin, sem íslenzkan átti,
þvi nú ætlaði hann að biðja konunni sinni, trúvillingn-
um, miskunnar hjá guði almáttugum. bfann leit kvíð-
andi augum framan í drottinn, en andlit guðs var einn
dýrðlegur unaðsljómi. Og miskunri og skilningsfull
samúð skein úr hverjum geisla augna hans. Séra Hall.