Saga: missirisrit - 01.06.1925, Síða 52
46 SAGA
En um leiS og hann slepti seinasta oröinu, og áöur
en Jesús hafði svarað honum, heyröi séra Hallgrímur
sér til undrandi ánægju, að drottinn talaöi mildum rómi
þessum oröum til Guöríöar:
“Vertu velkomin, Guöríöur, í þá sælu, sem trú þín
hefir leitt þig til. Gakk i flokk spámannsins míns frá
Mekka.”
Qg séra HaHgrímur sá engilinn reisa hana á fætur
og leiða hana til Múhameös, sem sat skamt frá guði, og
sem tók henni tveim höndum.
Séra Hallgrimur vissi naumast hvaöan á sig stóö
veöriö. Hann átti bágt með aö trúa eyrum sínum og
augum. Því þótt honum liöi undur vel, og þótt hann
gieddist svo máttuglega og innilega af frelsun Guöríöar
sinnar, að honum fyndist nú ekkert framar skyggja á
eilífa sælu, þá fanst honum samt tæpiega þetta geta ver.
ið þaö himnaríki, sem honum> hafði verið kent aö trúa á,
og hann sjálfur prédikaö og sungið öðrum. Áminningu
hefði þó Guðríður átt að fá fyrir vantrú sína og villu.
En þarna var hún tekin orðalaust inn í sæluna, eins og
hann, og það þó hún kallaði guð sjálfan viliunafni. Og
svo villutrúarmaðurinn Múhameö, aö sitja þarna eins og
konungur, mitt í dýrðinni!
Upp úr þessum hugleiðingum vaknaöi hann viö að
heyra nafn sitt nefnt af guöi almáttugum, sem lesið hafði
hugsanir hans, og sem mælti tii hans ljúfum en djúp.
um rómi:
“§éra Hallgrímur Pétursson,