Saga: missirisrit - 01.06.1925, Síða 53
SAGA 47
“Allir vegir guðanna, guðssonanna, spámannanna
og meistaranna liggja til mín.
“Eg er Alfaðir, Jahve og Allah.
“Eg er guð Islendinganna, GySinganna og Múha.
meðstrúarmannanna að fornu og nýju.
“Eg er guð allra þjóða og allra landa, frá upphafi,
um aldir og að eilífu.
“Eg er óendanleiki al-lífsins, hversu þröngar skorð-
ur sem mennirnir reisa mér í hjörtum sinum og húsum.
“Frá einni, sömu uppsprettu, þótt um ólíka farvegu
fari, renna straumar lífsins allir að einu hafi. Og hafið
er uppsprettan, uppsprettan hafið.
“Hvað sem mennirnir elska, hvað sem þeir tilbiðja
og hverju sem þeir trúa, þá elska þeir mig, tilbiðja mig
og trúa á mig, því fyrir mig og í mér eru allir hlutir,
og eg í þeim.
“Þess vegna eru allir einlægir menn rétttrúaðir,
hverju sem þeir trúa.
“Þess vegna eru mér jafn-velþóknanlegar bænirnar,
sem stigu upp til min frá vörum Guðríðar konu þinnar,
eins og píningarsálmarnir þínir, Hallgrimur minn, þótt
andríkir séu.
“Þess vegna eruð þið mér bæði jafn velkomin, nú
og að eilífu.”
“Amen!” kvað við frá herskörum himnanna.
Séra Hallgrímur ’nvildi vakandi höfuðið á svæflin-