Saga: missirisrit - 01.06.1925, Page 56
50 SAGA
hreyfa þaS ei flóð né fárviðri í dag, og á morgun verður
hann ekki heimilislaus eins og bróðir hans, sem á sandi
bygSi.
Ef unglingurinn hefir lært lífsspeki í gær, þá er
hann vitringur í dag og á morgun hafa þúsundirnar
or'SiS aSnjótandi þekkingar hans. En bróSir hans,
“heimski þursinn, sem þrjóskaSist viS aS læra”, verSur
lifandi gleymdur í dauSans þögn.
Ef heimurinn yrSi ríkari í dag af hugsunum hug-
heillar samúSar og kærleika til alls sem lifir, þá myndu
hlýrri örS verSa töluS og fegurri verk verSa unnin á
morgun.
Sökum þess aS þjóSirnar gleymdu göfgi sinni og
sönnum tilgangi lífsins, en ólu í brjósti sér blinda eigin-
girni, svívirSilega samkepni og græSgina sem einskis
svífst, þá rann upp sumardagur einn, 1914, blóSi drif-
inn, og leiddi svo mikla óheill og vanheilsu yfir megin-
hluta alls lífs á jörSinni, aS engin tunga getur lýst því
böli og engin tölvísi þaS tap reiknaS.
SíSan er meira en einn aldartugur týndur, en enn 1
dag er heimurinn sem á glóSum. Mennirnir vaSa enn í
eimyrjunni frá bálinu mikla.
Ofurlítill hatursgustur særSrar þjóSrækni og olíu-
austur miljónamæringanna, getur i dag lífgaS viS glæS-
urnar svo, aS alt standi í björtu báli á morgun.
Sléttueldarnir hérna eru slöktir meS móteldum.
StríSs og haturs logum er aSeins hægt aS eySa meS
eldum friSar og ástar.