Saga: missirisrit - 01.06.1925, Page 57
SAGA 51
1 dag er þér, sem enn þá ert ofan jaröar, í lófa lagt
aö skara aS hvorum eldinum sem þér sýnist.
Þú ert einn af leiðtogum morgundagsins. Sama
hver þú ert, hvaS þú ert og hvar þú ert. Þú ert þaS
hvort sem þú vilt eSa vilt ekki.
Öfædd börn morgundagsins vakna annaShvort í
heimi sælu eSa kvala, eftir því hvaSa áhrif berast frá
lífsstarfi þínu í dag til framtíöarinnar á morgun.
Ef þú ert jafnaöarmaSur í öllum bezta skilningi, þá
tendrar þú samúSarelda friSar og ástar meSal mannanna
og þjóöanna.
Ef þú ert ójafnaöarmaöur í öllum versta skilningi,
þá blæst þú aS báli heiftar og herglæpa í héruSum og
heimslöndum.
“GuS lætur ekki aS sér hæSa, þaö sem maSurinn sá-
ir, þaS mun hann og upp skera.”
Og ekki nóg meö þaö.
Þúsundir óborinna manna, eru liklegar til aS neyta aö
einhverju leyti uppskerunnar, hvort sem hún er fyrsta
flokks hveiti Vesturfylkjanna, eöa myglaS ormakorn ein-
okunarokraranna.
Eins og þú hefir eignast hugsanir og afrek liöinna
alda og nýtur þeirra til ills eSa góös, þannig eignast ó-
komnar aldir hugsanir þínar og verk þín, sér til heilla
eSa óheilla, eftir því hvort þaS var góögresis- eSa ill-
gresisfræ, sem þú sáSir í dag og uppskoriS verSur á
morgun.